Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 09:28 Elli segir það ekki gerast meira ekta en að taka upp myndina í sama húsi og með sömu húsgögn og voru á fundinum sjálfum. Bylgjan og Vísir/Getty Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons
Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira