Valdi ekki bestu fótboltakonu heims í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 10:31 Aitana Bonmati hefur spilað frábærlega með frábæru liði Barcelona en álagið á henni hefur verið mikið. Nú fær hún hvíld frá næsta verkefni landsliðsins. Getty/Florencia Tan Jun Aitana Bonmatí, sem er að flestum talin vera besta knattspyrnukona heims, var ekki valin í nýjasta landsliðshóp heimsmeistara Spánverja. Bonmatí var valin knattspyrnukona ársins 2023 hjá FIFA og fékk einnig Gullhnöttinn í fyrra. Hún kemur einnig til greina í ár og þykir sigurstrangleg. Það urðu því margir hissa þegar þessi frábæri leikmaður var ekki valin í spænska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé útskýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi en þar kom fram að þjálfarinn er með þessu fyrst og fremst að hugsa um andlega og líkamlega heilsu leikmannsins. ESPN segir frá. Mikið álag er á bestu knattspyrnukonunum og mikið hefur verið um alvarleg meiðsli hjá stjörnum kvennaboltans. Bonmatí var með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar og hefur spilað sjö af átta leikjum Barcelona til þessa á tímabilinu. Hún er í lykilhlutverki á báðum stöðum og álagið er mikið. Leikmaðurinn missti af leik á móti Madrid CFF 5. október síðastliðinn vegna smávægilegra meiðsla. „Við höfum farið yfir þetta með Barcelona og með Aitanu sjálfri. Það er okkar mat að hún þurfi á hvíld að halda,“ sagði Tomé á blaðamannafundi. „Landsliðið hefur alltaf passað upp á heilbrigði leikmanna og ávallt sett heilsu þeirra í fyrsta sæti. Okkar þjálfarateymi fylgist vel með öllum okkar leikmönnum og við reynum að velja þá leikmenn sem geta skilað okkur sínu besta hverju sinni,“ sagði Tomé. Bonmatí fær því í frí í næsta landsleikjaglugga og hún fær um leið tækifæti til að mæta á hátíðina þar sem Gullhnötturinn er veittur. Margar landsliðskonur komast ekki á hátíðina því hún er haldin á sama tíma og landsliðsverkefni eru í gangi. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Bonmatí var valin knattspyrnukona ársins 2023 hjá FIFA og fékk einnig Gullhnöttinn í fyrra. Hún kemur einnig til greina í ár og þykir sigurstrangleg. Það urðu því margir hissa þegar þessi frábæri leikmaður var ekki valin í spænska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé útskýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi en þar kom fram að þjálfarinn er með þessu fyrst og fremst að hugsa um andlega og líkamlega heilsu leikmannsins. ESPN segir frá. Mikið álag er á bestu knattspyrnukonunum og mikið hefur verið um alvarleg meiðsli hjá stjörnum kvennaboltans. Bonmatí var með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar og hefur spilað sjö af átta leikjum Barcelona til þessa á tímabilinu. Hún er í lykilhlutverki á báðum stöðum og álagið er mikið. Leikmaðurinn missti af leik á móti Madrid CFF 5. október síðastliðinn vegna smávægilegra meiðsla. „Við höfum farið yfir þetta með Barcelona og með Aitanu sjálfri. Það er okkar mat að hún þurfi á hvíld að halda,“ sagði Tomé á blaðamannafundi. „Landsliðið hefur alltaf passað upp á heilbrigði leikmanna og ávallt sett heilsu þeirra í fyrsta sæti. Okkar þjálfarateymi fylgist vel með öllum okkar leikmönnum og við reynum að velja þá leikmenn sem geta skilað okkur sínu besta hverju sinni,“ sagði Tomé. Bonmatí fær því í frí í næsta landsleikjaglugga og hún fær um leið tækifæti til að mæta á hátíðina þar sem Gullhnötturinn er veittur. Margar landsliðskonur komast ekki á hátíðina því hún er haldin á sama tíma og landsliðsverkefni eru í gangi.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira