Þankar um framtíð landsins okkar Árný Björg Blandon skrifar 18. október 2024 09:01 Nú þegar kosningar eru framundan, reikar hugurinn í gegnum síðastliðinn sjö ár og jafnvel enn lengra aftur í fortíðina. Í mörg ár, hef ég horft á eftir fólki sem ég þekki flytja af landi brott vegna fjárhagsstöðu sinnar, flutt frá fjölskyldu og vinum til að finna annað land sem er ódýrara og betra að búa í.Vextirnir voru að sliga mörg þeirra og matarinnkaupin voru farin að þrengja pyngjuna um of. Jafnvel fiskurinn sem var alltaf ódýr og hollt val í matinn er orðinn fulldýr í dag. Margt af þessu fólki eru eldri borgarar, eiga mörg til dæmis ekki feita lífeyrissjóði. Það er svo víða pottur brotinn í landinu okkar og við vitum öll að ríkisstjórnin hefur ekki verið að standa vörð í kringum þau sem strita og standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er alveg hægt en er bara ekki gert og við skiljum þetta engan veginn. Og nú er það stóra spurningin. Ætlum við að kjósa svona stjórn yfir okkur aftur, stjórn sem er fallin í dag löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Við hljótum að hafa vitkast. Hljótum að vilja gagngerar breytingar. Sumt fólk hefur alltaf kosið „sinn flokk“ eins og kynslóðirnar á undan þeim gerðu líka. Alveg sama hvað á undan gékk. Ég man þegar ég komst á kosningaaldur, þá setti fjölskylda mín þá pressu á mig að nú yrði ég að kjósa og „kjósa rétt“. Annars fengi ég ekki far á kjörstað. Ég, vitandi ekkert um stjórnmál, þáði farið og kaus flokkinn sem mér var sagt að kjósa. Mjög auðvelt, bara eitt strik í kladdan. En hvað var ég að kjósa yfir mig og mína þjóð? Hvað ætlum við að kjósa yfir okkur 30. nóv. 2024? Kjósum með hjartanu, því hjartað slær fyrir réttlætið. Verum vitur og forðum okkur undan stjórnun og græðgi. Kjósum ríkisstjórn sem virkar í nærkomandi framtíð. Látum kosningaloforðin ekki blekkja okkur, þau eiga það til að bregðast og verða að engu. Gleymum því ekki núna. Kjósum þannig að fólkið sem hefur flúið landið, langi til að koma aftur heim. Að börnin okkar búi við öryggi, að ofbeldi líði undir lok. Að hlúð sé að þeim sem þurfa þess. Kjósum kærleikann. Ef hann er með í för, þá fer allt vel. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar eru framundan, reikar hugurinn í gegnum síðastliðinn sjö ár og jafnvel enn lengra aftur í fortíðina. Í mörg ár, hef ég horft á eftir fólki sem ég þekki flytja af landi brott vegna fjárhagsstöðu sinnar, flutt frá fjölskyldu og vinum til að finna annað land sem er ódýrara og betra að búa í.Vextirnir voru að sliga mörg þeirra og matarinnkaupin voru farin að þrengja pyngjuna um of. Jafnvel fiskurinn sem var alltaf ódýr og hollt val í matinn er orðinn fulldýr í dag. Margt af þessu fólki eru eldri borgarar, eiga mörg til dæmis ekki feita lífeyrissjóði. Það er svo víða pottur brotinn í landinu okkar og við vitum öll að ríkisstjórnin hefur ekki verið að standa vörð í kringum þau sem strita og standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er alveg hægt en er bara ekki gert og við skiljum þetta engan veginn. Og nú er það stóra spurningin. Ætlum við að kjósa svona stjórn yfir okkur aftur, stjórn sem er fallin í dag löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Við hljótum að hafa vitkast. Hljótum að vilja gagngerar breytingar. Sumt fólk hefur alltaf kosið „sinn flokk“ eins og kynslóðirnar á undan þeim gerðu líka. Alveg sama hvað á undan gékk. Ég man þegar ég komst á kosningaaldur, þá setti fjölskylda mín þá pressu á mig að nú yrði ég að kjósa og „kjósa rétt“. Annars fengi ég ekki far á kjörstað. Ég, vitandi ekkert um stjórnmál, þáði farið og kaus flokkinn sem mér var sagt að kjósa. Mjög auðvelt, bara eitt strik í kladdan. En hvað var ég að kjósa yfir mig og mína þjóð? Hvað ætlum við að kjósa yfir okkur 30. nóv. 2024? Kjósum með hjartanu, því hjartað slær fyrir réttlætið. Verum vitur og forðum okkur undan stjórnun og græðgi. Kjósum ríkisstjórn sem virkar í nærkomandi framtíð. Látum kosningaloforðin ekki blekkja okkur, þau eiga það til að bregðast og verða að engu. Gleymum því ekki núna. Kjósum þannig að fólkið sem hefur flúið landið, langi til að koma aftur heim. Að börnin okkar búi við öryggi, að ofbeldi líði undir lok. Að hlúð sé að þeim sem þurfa þess. Kjósum kærleikann. Ef hann er með í för, þá fer allt vel. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar