Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 09:28 Það sauð rækilega upp úr í hálfleik hjá Grindavík og Hetti í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Smáranum í gær Vísir: Myndir - Anton Brink Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi. Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Atvikið átti sér stað þar sem að leikmenn voru að hita upp fyrir seinni hálfleik en í aðdraganda mátti sjá þá Kane og McCauley eiga orðaskipti líkt og sjá má hér fyrir neðan Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að málið væri til skoðunar hjá sambandinu. Það væri vel meðvitað um lætin í Smáranum í gærkvöldi. Í viðtölum sem Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, tók við menn eftir leik, var vel greinilegt að mönnum var heitt í hamsi. Kane, þungamiðjan í atburðarásinni í Smáranum sagðist ætla að „flengja Hattar-menn“ þegar að liðin mætast næst. „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina,“ sagði Kane svo um deilurnar milli sín og McCauley. McCauley hafði ekki sömu sögu að segja og Kane: „Ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala.“ Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur fengið sig fullsaddann af látunum í Kane: „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli.“ Leikur þar sem að átök í hálfleik drógu athyglina frá körfuboltanum sjálfum sem spilaður var innan vallar. Leik sem lauk með tuttugu og níu stiga sigri Grindvíkinga, 113-84. Liðin mætast næst þann 16.janúar í upphafi næsta árs. Bónus-deild karla Höttur KKÍ UMF Grindavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Atvikið átti sér stað þar sem að leikmenn voru að hita upp fyrir seinni hálfleik en í aðdraganda mátti sjá þá Kane og McCauley eiga orðaskipti líkt og sjá má hér fyrir neðan Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að málið væri til skoðunar hjá sambandinu. Það væri vel meðvitað um lætin í Smáranum í gærkvöldi. Í viðtölum sem Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, tók við menn eftir leik, var vel greinilegt að mönnum var heitt í hamsi. Kane, þungamiðjan í atburðarásinni í Smáranum sagðist ætla að „flengja Hattar-menn“ þegar að liðin mætast næst. „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina,“ sagði Kane svo um deilurnar milli sín og McCauley. McCauley hafði ekki sömu sögu að segja og Kane: „Ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala.“ Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur fengið sig fullsaddann af látunum í Kane: „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli.“ Leikur þar sem að átök í hálfleik drógu athyglina frá körfuboltanum sjálfum sem spilaður var innan vallar. Leik sem lauk með tuttugu og níu stiga sigri Grindvíkinga, 113-84. Liðin mætast næst þann 16.janúar í upphafi næsta árs.
Bónus-deild karla Höttur KKÍ UMF Grindavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira