Sport

Njarð­vík fær nýja á­sýnd

Valur Páll Eiríksson skrifar
Nú merki Njarðvíkur.
Nú merki Njarðvíkur. Mynd/Njarðvík

Íþróttafélagið Njarðvík fær nýja ásýnd að tilefni 80 ára afmælis félagsins. Nýtt merki er tekið til notkunar.

Markmiðið með endurmörkuninni var að móta ásýnd félagsins með því að byggja á sögu þess segir á heimasíðu UMFN. Hannað var sérstakt merki sem vísar til eldri merkja sem gjarnan var einlitt.

Merki Njarðvíkur hefur verið með rauðum og bláum lit en nýja merkið er einlitt, grænt. 

Nýja merkið prýðir gólf spánýrrar íþróttahallar sem lið Njarðvíkur í körfubolta munu spila í. Hér sést karlalið félagsins í IceMar-höllinni.Mynd/Njarðvík

Ljónið í nýja merkinu tengir við íþróttahús Njarðvíkinga, Ljónagryfjuna, sem og stuðningssveitir félagsins í körfuboltanum, sem oft eru kallaðar ljónin.

Hönnuður ásýndar er Anton Jónas Illugason.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu Njarðvíkur hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×