Fullveldi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. október 2024 19:02 Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun