Ætlum við að þjónusta og meðhöndla og meðferða börn í vanda í bílskúr næst? Barnamálaráðherra axlaðu ábyrgð og segðu af þér! Davíð Bergmann skrifar 20. október 2024 08:02 Hver verður dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa lagt þennan málaflokk í rúst og hver á að vera dreginn til ábyrgðar? Eftir þetta hræðilega atvik sem gerðist á Stuðlum að morgni 19. október. Hver ætlar að taka á sig ábyrgðina? Svo það komi skýrt fram þá er ég ekki að ásaka almenna starfsmenn því margir af þeim eru mínir vinir til áratuga því ég starfaði þarna í nærri 17 ár og ég veit að þau eru þarna af fullum huga og leggja 100% fram. Ef við setjum þetta í annað samhengi þar sem okkur hefur fjölgað um 100.000 íbúa síðustu 20 árin. Á þeim tíma var búið að loka 5 meðferðarheimilum því þau voru 7 og meira að segja einu sem er sérhæft í meðferð erfiðra einstaklinga og það heimili heitir Háholt. Það ætti að opna á morgun að mínu mati miðað við stöðuna í dag. Ímyndum okkur að ef þetta væru sjúklingar með alvarlegan sjúkdóm myndum við þá loka spítölum og hætta og ráða lækna og sérhæfða hjúkrunarfræðinga og í staðinn fá bara dýralækna. Nei, ekki í því velferðarsamfélagi sem við viljum lifa í. En af hverju gerum við það við börn í alvarlegum vanda? Risið er rosalega flott en kjallarinn er að molna. Ég hef stundum sett þetta líka í annað samhengi. Ef við ímynduðum okkur að meðferðarkerfið á Íslandi væri píramídi þá er hann á hvolfi og hann hefur vegið salt svo árum skiptir ... En núna er hann farinn á hliðina. Stuðlar, stærsta meðferðarheimili landsins, er óstarfhæft í dag og núna þegar píramídinn er kominn á hliðina, væri þá ekki byggingastjórinn leitaður uppi og hann látinn axla ábyrgð? Það hefur verið að molna undan þessum málaflokki svo árum skiptir og það á að draga einhvern til ábyrgðar fyrir vanrækslu í stjórnsýslunni og ráðherra málaflokksins því það eru engir aðrir sem bera ábyrgð á þessu en einmitt það fólk. Við getum ekki sagt að við ætlum að læra af þessu í þetta sinn. Nú þarf einhver að axla ábyrgð og taka pokann sinn. Við erum að tala um einstakling í blóma lífsins sem lést inni á stofnun sem við eigum að geta treyst. Hverjir hafa verið að sinna þessum málaflokki í gegnum árin? Síðan að ég byrjaði að vinna í málaflokki olnbogabarna fyrir meira en 30 árum hafa þessir ráðherrar verið yfir málaflokknum. Ráðherrar málaflokksins Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra frá 1. janúar 2019 til 28. nóvember 2021, áður félags- og jafnréttismálaráðherra frá 30. nóvember 2017 og núverandi barnamálaráðherra. Fyrir Framsóknarflokkinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra frá 11. janúar 2017 - 30. nóvember 2017 Fyrir Viðreisn. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra frá 23. maí 2013 - 11. janúar 2017 Fyrir Framsóknarflokkinn Guðbjartur Hannesson frá 2. september 2010 - 31. desember 2010 Fyrir Samfylkinguna Árni Páll Árnason 10. maí 2009 - 2. september 2010 Fyrir Samfylkinguna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 1. febrúar 2009 - 10. maí 2009 Fyrir Samfylkinguna Jóhanna Sigurðardóttir 24. maí 2007 - 1. febrúar 2009 Fyrir Samfylkinguna Magnús Stefánsson 15. júní 2006 - 24. maí 2007 Fyrir Framsóknarflokkinn Jón Kristjánsson 7. mars 2006 - 15. júní 2006 Fyrir Framsóknarflokkinn Árni Magnússon 23. maí 2003 - 7. mars 2006 Fyrir Framsóknarflokkinn Páll Pétursson 28. maí 1999 - 23. maí 2003 Fyrir Framsóknarflokkinn Páll Pétursson 23. apríl 1995 - 28. maí 1999 Fyrir Framsóknarflokkinn Rannveig Guðmundsdóttir 12. nóvember 1994 - 23. apríl 1995 Fyrir Samfylkinguna Hver á afsökunin að vera, og er einhver innistæða fyrir henni þegar núverandi barnamálaráðherra hefur verið yfir þessum málaflokki í 7 ár? Hvað er í forgangi ef það eru ekki börn og gera þær stofnanir öruggar sem taka á móti þeim, ég tala nú ekki um þegar við erum að tala um barnavernd landsins? Hvar er sérhæfða meðferðarheimilið sem við þurfum Af hverju eru teikningar af sérhæfða meðferðarheimilinu sem átti að byggja í Garðabæ fyrir ofan Cosco enn þá í skúffu í fjármálaráðuneytinu og hefur verið það í sex ár! Það er orðið löngu tímabært að afhjúpa þetta leikrit fáránleikans. Núna er verið að reyna að opna bráðabirgðahúsnæði á Skálatúni í Mosfellsbæ sem hentar ekki starfseminni og sérstaklega ekki fyrir erfiðustu börnin. Við endum með þennan málaflokk í bílskúr einn daginn með þessu áframhaldi og hverjum á að kenna um? Eru það starfsmennirnir sem leggja líf og sál í starfið, þá er ég að tala um þá sem vinna á gólfinu sem eru í daglegu samneyti við þessi börn, ekki „fagprikin“ sem sitja inni á skrifstofu sem hafa tekið svona sturlaðar ákvarðanir um að það eigi að leggja niður heimili því einhvers staðar fær ráðherra ráðgjöf og það er eitt á hreinu að hún er ekki að koma frá fólkinu sem sér og heyrir og talar við börnin og er minna í því að tala um börnin heldur við þau. Nei, ég fullyrði það. Ef þau hefðu eitthvað um málin að segja þá væri þessi málaflokkur ekki í þessum lamasessi. En það fríar ekki ráðherra ábyrgð. Ég skora hér með á hann og alla þá sem hafa yfirumsjón með þessu batterý-i að segja starfi sínu lausu og axla ábyrgð. Strax á mánudagsmorgun. Framsóknarflokkurinn sem hefur slagorðið „þetta er allt að koma“ hvað þennan málaflokk varðar. Það er ekki að koma neitt, þetta hefur verið að versna eins og Kveiksþátturinn endurspeglaði svo vel á þriðjudagskvöldið. Ég get ekki orða bundist lengur, þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda. Það hefur ekki vantað ráðin og nefndirnar og glærusýningar og að fólk sé á innsoginu hvað þetta er nú allt saman hræðilegt eins og eftir atvikið á Menningarnótt. En við skulum ekki gleyma hver stjórnar þessum málaflokki og hefur gert í gegnum áratugina. Hver er staðan í dag: Hnífstungumálum hefur fjölgað og skotárásum líka, ofbeldi ungmenna harðnað og harðari neysla. Síðast en ekki síst talar fráfarandi fangelsismálastjóri, talar um að það væru erfiðari ungir hegðunarraskaðir afbrotamenn í fangelsum landsins. Við héldum stærstu réttarhöld landsins í samkomusal í Grafarvogi vegna fjölda ungmenna sem voru gerendur grófs ofbeldis. Það dugar heldur ekki að það séu einn eða tveir karlmenn að vinna í barnavernd á vettvangi á götunni Reykjavík með svona erfiða drengi. Reynið að sjá þetta fyrir ykkur, brjálaður unglingur sem hrækir, lemur, stingur, kveikir í, því þetta eru ekki allt saman ljúfmenni þó sumir haldi það. Haldið þið að nýútskrifuð stúlka sem vann í félagsmiðstöð áður en hún gerðist félagsráðgjafi eigi séns í svona gaur? Nei, hún á ekki séns í þessa veröld. Svo það sé sagt enn og aftur það þarf jodda sem þeir bera virðingu fyrir, sem er sanngjarn sem þekkir þennan heim og getur sett mörk. Þess vegna held ég að fyrrverandi fangelsismálastjóri hafi sagt að erfiðustu fangarnir í dag væru hegðunarraskaðir drengir sem virða engin mörk. Það er einfaldlega vegna þess að við höfum villst af leið í þessari sjúkdóms- og bómullarvæðingu sem við lifum í dag . Það þarf að vera stífur rammi í kringum svona ungmenni og það þarf ást og virðingu og þau kunna að meta það og það er gert með því að setja afgerandi mörk. Við eigum að drullast til að koma með nýja nálgun í þessum málaflokki eins og youth offending team sem kemur frá Bretlandi sem ég hef talað fyrir í áratugi, hitt er fullreynt enda sjáið þið að málaflokkurinn er ein brunarúst í dag. Glæpasamtök: Svo eru menn að velta fyrir sér af hverju það er hætta á skipulögðum glæpasamtökum hér á landi í anda Svíþjóðar. Já, ef það er til fóður fyrir því og jarðvegur og ef við ætlum að enda með þennan málaflokk inni í bráðabirgðahúsnæði. Ég vona að einhvern daginn verði þessu leikriti fáránleikans sem ég kýs að kalla „keisarinn er í engum fötum“ ljúki. Gleymum ekki að þessir svokölluðu „sérfræðingar“ standa næst fjárveitingarvaldinu. Kannski er kominn tími til að draga úr því að sjúkdómsmerkimiða allt í samfélaginu og allri þessari greiningargeðveiki sem er allt að drepa. Ég er þess sannfærður að það myndi verða meðferðarstarfi í landinu til tekna og myndi ekki draga úr trúverðugleika starfsins ef við drægjum úr því þessari sjúkdómsvæðingu. Það er ekki til pilla við öllu og ekki heldur alheimssérfræðingur sem er með svörin við öllu saman af því hann fór í svo flottan háskóla og svarið finnst ekki bara í bók. Heldur þarf að mínu mati nálgast þessa einstaklinga með heilbrigða skynsemi að vopni, kenna til verka og heyra og sjá og takast á við lífið í raunheimi og byggja sérhæft meðferðarheimili nema við viljum ýta undir meiri skipulagða glæpi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Fíkn Börn og uppeldi Barnavernd Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Hver verður dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa lagt þennan málaflokk í rúst og hver á að vera dreginn til ábyrgðar? Eftir þetta hræðilega atvik sem gerðist á Stuðlum að morgni 19. október. Hver ætlar að taka á sig ábyrgðina? Svo það komi skýrt fram þá er ég ekki að ásaka almenna starfsmenn því margir af þeim eru mínir vinir til áratuga því ég starfaði þarna í nærri 17 ár og ég veit að þau eru þarna af fullum huga og leggja 100% fram. Ef við setjum þetta í annað samhengi þar sem okkur hefur fjölgað um 100.000 íbúa síðustu 20 árin. Á þeim tíma var búið að loka 5 meðferðarheimilum því þau voru 7 og meira að segja einu sem er sérhæft í meðferð erfiðra einstaklinga og það heimili heitir Háholt. Það ætti að opna á morgun að mínu mati miðað við stöðuna í dag. Ímyndum okkur að ef þetta væru sjúklingar með alvarlegan sjúkdóm myndum við þá loka spítölum og hætta og ráða lækna og sérhæfða hjúkrunarfræðinga og í staðinn fá bara dýralækna. Nei, ekki í því velferðarsamfélagi sem við viljum lifa í. En af hverju gerum við það við börn í alvarlegum vanda? Risið er rosalega flott en kjallarinn er að molna. Ég hef stundum sett þetta líka í annað samhengi. Ef við ímynduðum okkur að meðferðarkerfið á Íslandi væri píramídi þá er hann á hvolfi og hann hefur vegið salt svo árum skiptir ... En núna er hann farinn á hliðina. Stuðlar, stærsta meðferðarheimili landsins, er óstarfhæft í dag og núna þegar píramídinn er kominn á hliðina, væri þá ekki byggingastjórinn leitaður uppi og hann látinn axla ábyrgð? Það hefur verið að molna undan þessum málaflokki svo árum skiptir og það á að draga einhvern til ábyrgðar fyrir vanrækslu í stjórnsýslunni og ráðherra málaflokksins því það eru engir aðrir sem bera ábyrgð á þessu en einmitt það fólk. Við getum ekki sagt að við ætlum að læra af þessu í þetta sinn. Nú þarf einhver að axla ábyrgð og taka pokann sinn. Við erum að tala um einstakling í blóma lífsins sem lést inni á stofnun sem við eigum að geta treyst. Hverjir hafa verið að sinna þessum málaflokki í gegnum árin? Síðan að ég byrjaði að vinna í málaflokki olnbogabarna fyrir meira en 30 árum hafa þessir ráðherrar verið yfir málaflokknum. Ráðherrar málaflokksins Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra frá 1. janúar 2019 til 28. nóvember 2021, áður félags- og jafnréttismálaráðherra frá 30. nóvember 2017 og núverandi barnamálaráðherra. Fyrir Framsóknarflokkinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra frá 11. janúar 2017 - 30. nóvember 2017 Fyrir Viðreisn. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra frá 23. maí 2013 - 11. janúar 2017 Fyrir Framsóknarflokkinn Guðbjartur Hannesson frá 2. september 2010 - 31. desember 2010 Fyrir Samfylkinguna Árni Páll Árnason 10. maí 2009 - 2. september 2010 Fyrir Samfylkinguna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 1. febrúar 2009 - 10. maí 2009 Fyrir Samfylkinguna Jóhanna Sigurðardóttir 24. maí 2007 - 1. febrúar 2009 Fyrir Samfylkinguna Magnús Stefánsson 15. júní 2006 - 24. maí 2007 Fyrir Framsóknarflokkinn Jón Kristjánsson 7. mars 2006 - 15. júní 2006 Fyrir Framsóknarflokkinn Árni Magnússon 23. maí 2003 - 7. mars 2006 Fyrir Framsóknarflokkinn Páll Pétursson 28. maí 1999 - 23. maí 2003 Fyrir Framsóknarflokkinn Páll Pétursson 23. apríl 1995 - 28. maí 1999 Fyrir Framsóknarflokkinn Rannveig Guðmundsdóttir 12. nóvember 1994 - 23. apríl 1995 Fyrir Samfylkinguna Hver á afsökunin að vera, og er einhver innistæða fyrir henni þegar núverandi barnamálaráðherra hefur verið yfir þessum málaflokki í 7 ár? Hvað er í forgangi ef það eru ekki börn og gera þær stofnanir öruggar sem taka á móti þeim, ég tala nú ekki um þegar við erum að tala um barnavernd landsins? Hvar er sérhæfða meðferðarheimilið sem við þurfum Af hverju eru teikningar af sérhæfða meðferðarheimilinu sem átti að byggja í Garðabæ fyrir ofan Cosco enn þá í skúffu í fjármálaráðuneytinu og hefur verið það í sex ár! Það er orðið löngu tímabært að afhjúpa þetta leikrit fáránleikans. Núna er verið að reyna að opna bráðabirgðahúsnæði á Skálatúni í Mosfellsbæ sem hentar ekki starfseminni og sérstaklega ekki fyrir erfiðustu börnin. Við endum með þennan málaflokk í bílskúr einn daginn með þessu áframhaldi og hverjum á að kenna um? Eru það starfsmennirnir sem leggja líf og sál í starfið, þá er ég að tala um þá sem vinna á gólfinu sem eru í daglegu samneyti við þessi börn, ekki „fagprikin“ sem sitja inni á skrifstofu sem hafa tekið svona sturlaðar ákvarðanir um að það eigi að leggja niður heimili því einhvers staðar fær ráðherra ráðgjöf og það er eitt á hreinu að hún er ekki að koma frá fólkinu sem sér og heyrir og talar við börnin og er minna í því að tala um börnin heldur við þau. Nei, ég fullyrði það. Ef þau hefðu eitthvað um málin að segja þá væri þessi málaflokkur ekki í þessum lamasessi. En það fríar ekki ráðherra ábyrgð. Ég skora hér með á hann og alla þá sem hafa yfirumsjón með þessu batterý-i að segja starfi sínu lausu og axla ábyrgð. Strax á mánudagsmorgun. Framsóknarflokkurinn sem hefur slagorðið „þetta er allt að koma“ hvað þennan málaflokk varðar. Það er ekki að koma neitt, þetta hefur verið að versna eins og Kveiksþátturinn endurspeglaði svo vel á þriðjudagskvöldið. Ég get ekki orða bundist lengur, þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda. Það hefur ekki vantað ráðin og nefndirnar og glærusýningar og að fólk sé á innsoginu hvað þetta er nú allt saman hræðilegt eins og eftir atvikið á Menningarnótt. En við skulum ekki gleyma hver stjórnar þessum málaflokki og hefur gert í gegnum áratugina. Hver er staðan í dag: Hnífstungumálum hefur fjölgað og skotárásum líka, ofbeldi ungmenna harðnað og harðari neysla. Síðast en ekki síst talar fráfarandi fangelsismálastjóri, talar um að það væru erfiðari ungir hegðunarraskaðir afbrotamenn í fangelsum landsins. Við héldum stærstu réttarhöld landsins í samkomusal í Grafarvogi vegna fjölda ungmenna sem voru gerendur grófs ofbeldis. Það dugar heldur ekki að það séu einn eða tveir karlmenn að vinna í barnavernd á vettvangi á götunni Reykjavík með svona erfiða drengi. Reynið að sjá þetta fyrir ykkur, brjálaður unglingur sem hrækir, lemur, stingur, kveikir í, því þetta eru ekki allt saman ljúfmenni þó sumir haldi það. Haldið þið að nýútskrifuð stúlka sem vann í félagsmiðstöð áður en hún gerðist félagsráðgjafi eigi séns í svona gaur? Nei, hún á ekki séns í þessa veröld. Svo það sé sagt enn og aftur það þarf jodda sem þeir bera virðingu fyrir, sem er sanngjarn sem þekkir þennan heim og getur sett mörk. Þess vegna held ég að fyrrverandi fangelsismálastjóri hafi sagt að erfiðustu fangarnir í dag væru hegðunarraskaðir drengir sem virða engin mörk. Það er einfaldlega vegna þess að við höfum villst af leið í þessari sjúkdóms- og bómullarvæðingu sem við lifum í dag . Það þarf að vera stífur rammi í kringum svona ungmenni og það þarf ást og virðingu og þau kunna að meta það og það er gert með því að setja afgerandi mörk. Við eigum að drullast til að koma með nýja nálgun í þessum málaflokki eins og youth offending team sem kemur frá Bretlandi sem ég hef talað fyrir í áratugi, hitt er fullreynt enda sjáið þið að málaflokkurinn er ein brunarúst í dag. Glæpasamtök: Svo eru menn að velta fyrir sér af hverju það er hætta á skipulögðum glæpasamtökum hér á landi í anda Svíþjóðar. Já, ef það er til fóður fyrir því og jarðvegur og ef við ætlum að enda með þennan málaflokk inni í bráðabirgðahúsnæði. Ég vona að einhvern daginn verði þessu leikriti fáránleikans sem ég kýs að kalla „keisarinn er í engum fötum“ ljúki. Gleymum ekki að þessir svokölluðu „sérfræðingar“ standa næst fjárveitingarvaldinu. Kannski er kominn tími til að draga úr því að sjúkdómsmerkimiða allt í samfélaginu og allri þessari greiningargeðveiki sem er allt að drepa. Ég er þess sannfærður að það myndi verða meðferðarstarfi í landinu til tekna og myndi ekki draga úr trúverðugleika starfsins ef við drægjum úr því þessari sjúkdómsvæðingu. Það er ekki til pilla við öllu og ekki heldur alheimssérfræðingur sem er með svörin við öllu saman af því hann fór í svo flottan háskóla og svarið finnst ekki bara í bók. Heldur þarf að mínu mati nálgast þessa einstaklinga með heilbrigða skynsemi að vopni, kenna til verka og heyra og sjá og takast á við lífið í raunheimi og byggja sérhæft meðferðarheimili nema við viljum ýta undir meiri skipulagða glæpi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar