Enn rafmagnslaust á Kúbu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 08:45 Milljónir hafa verið rafmagnslaus frá því á föstudag. Vísir/EPA Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni. Seint í gær var svo gerð önnur tilraun án árangurs. Milljónir manna eru því enn rafmagnslaus og hafa verið það í nærri þrjá daga. Í frétt Reuters um málið er vísað í tilkynningu frá orkumálaráðherra landsins í samskiptaforritinu Telegram þar sem hann sagði verkefnið flókið en að það væri verið að vinna í að koma rafmagni aftur á. Það hefði orðið bilun í vestari hluta kerfisins og rafmagni slegið út aftur, þar með talið í höfuðborginni Havana. Þá segir enn fremur í frétt Reuters að rafmagnsleysið komi á erfiðum tíma. Íbúar landsins búi nú þegar við töluverðan matar-, lyfja- og eldsneytisskort. Fréttamenn miðilsins hafi orðið vitni að tveimur mótmælafundum vegna rafmagnsleysisins. Annar hafi verið haldinn í Marianao og hinn í hverfi í Havana. Lítil internet umferð mælist frá landinu en vegna rafmagnsleysisins reynist fólki erfitt að hlaða tæki sín. Í tilkynningu frá Netblocks, sem halda utan um netnotkun í heiminum, kom fram að eyjan væri mestmegnis internetlaus. Víðtækur eldsneytisskortur Í fréttinni kemur fram að síðustu daga og vikur hafi yfirvöld reglulega þurft að senda starfsfólk stofnanna og kennara heim til að varðveita eldsneyti og orku. Rafmagnsleysi hefur þannig verið nokkuð reglulegt undanfarið og varað í jafnvel 10 til 20 klukkustundir í senn. Yfirvöld hafa kennt lélegum innviðum, skorti á eldsneyti og meiri eftirspurn um. Þá hafi fellibylurinn Milton einnig haft áhrif. Erfitt hefur verið að fá eldsneyti til landsins á sama tíma og Venesúela, Rússland og Mexíkó hafa minnkað útflutning til Kúbu. Frá Venesúela kemur helmingi minna en áður sem hefur leitt til þess að yfirvöld hafa þurft að leita á dýrari markaði. Þá kenna kúbversk yfirvöld einnig bandaríska viðskiptabanninu um auk viðskiptahafta sem voru sett á í stjórnartíð Donald Trump. Bandaríkin segjast ekki eiga neinn hlut að máli. Kúba Orkumál Tengdar fréttir Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Seint í gær var svo gerð önnur tilraun án árangurs. Milljónir manna eru því enn rafmagnslaus og hafa verið það í nærri þrjá daga. Í frétt Reuters um málið er vísað í tilkynningu frá orkumálaráðherra landsins í samskiptaforritinu Telegram þar sem hann sagði verkefnið flókið en að það væri verið að vinna í að koma rafmagni aftur á. Það hefði orðið bilun í vestari hluta kerfisins og rafmagni slegið út aftur, þar með talið í höfuðborginni Havana. Þá segir enn fremur í frétt Reuters að rafmagnsleysið komi á erfiðum tíma. Íbúar landsins búi nú þegar við töluverðan matar-, lyfja- og eldsneytisskort. Fréttamenn miðilsins hafi orðið vitni að tveimur mótmælafundum vegna rafmagnsleysisins. Annar hafi verið haldinn í Marianao og hinn í hverfi í Havana. Lítil internet umferð mælist frá landinu en vegna rafmagnsleysisins reynist fólki erfitt að hlaða tæki sín. Í tilkynningu frá Netblocks, sem halda utan um netnotkun í heiminum, kom fram að eyjan væri mestmegnis internetlaus. Víðtækur eldsneytisskortur Í fréttinni kemur fram að síðustu daga og vikur hafi yfirvöld reglulega þurft að senda starfsfólk stofnanna og kennara heim til að varðveita eldsneyti og orku. Rafmagnsleysi hefur þannig verið nokkuð reglulegt undanfarið og varað í jafnvel 10 til 20 klukkustundir í senn. Yfirvöld hafa kennt lélegum innviðum, skorti á eldsneyti og meiri eftirspurn um. Þá hafi fellibylurinn Milton einnig haft áhrif. Erfitt hefur verið að fá eldsneyti til landsins á sama tíma og Venesúela, Rússland og Mexíkó hafa minnkað útflutning til Kúbu. Frá Venesúela kemur helmingi minna en áður sem hefur leitt til þess að yfirvöld hafa þurft að leita á dýrari markaði. Þá kenna kúbversk yfirvöld einnig bandaríska viðskiptabanninu um auk viðskiptahafta sem voru sett á í stjórnartíð Donald Trump. Bandaríkin segjast ekki eiga neinn hlut að máli.
Kúba Orkumál Tengdar fréttir Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36