Körfubolti

Körfuboltakvöld: Á­hyggjur af Álfta­nesi

Siggeir Ævarsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, á ekki sjö dagana sæla þessa dagana
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, á ekki sjö dagana sæla þessa dagana vísir/Hulda Margrét

Álftanes hefur farið illa af stað í Bónus-deild karla en liðið er sigurlaust eftir þrjá leiki og þar af hafa tveir tapast í framlengingu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa töluverðar áhyggjur af varnarleik liðsins.

Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við.

„Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“

Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum.

„Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“

Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. 

„Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“

„Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar.

Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Áhyggjur af Álftanesi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×