Aron orðinn leikmaður Veszprém á ný Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 10:15 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gekk vel. vísir/Diego Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er genginn til liðs við ungverska stórveldið Veszprém og hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir FH á þessu tímabili. Þetta staðfestir handknattleiksdeild FH í fréttatilkynningu í dag en fyrstu fréttir af vistaskiptum Arons bárust síðastliðinn fimmtudag. Á vef Veszprém kemur fram að samningur Arons gildi fram á sumarið 2026. Aron, sem er 34 ára gamall, kvaddi Veszprém með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Félagið ásakaði Aron um óheiðarleika og hótaði að fara í mál við hann en Aron frábað sér þann málflutning. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn úr íslenska landsliðinu, Bjarka Má Elísson, og mun leika á ný undir stjórn Xavier Pascual sem þjálfaði hann hjá Barcelona. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem Veszprém birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Aron kveður FH eftir að hafa orðið bæði deildar- og Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, en hann kom aftur í Hafnarfjörðinn fyrir síðustu leiktíð. Í fréttatilkynningu FH segir að Aron hafi einnig gegið mikið af sér til yngri iðkenda FH og til starfs félagsins í heild, og er honum þakkað kærlega fyrir gott samstarf, vináttu og fagmennsku, og þess getið að félagið hlakki til að fá hann aftur heim síðar. Aron sendir sjálfur frá sér kveðju sem er svohljóðandi: Kæru FH-ingar, Eftir ógleymanlegt ár með félaginu hef ég tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Veszprém í Ungverjalandi og mun ekki taka frekari þátt með FH á þessu tímabili. Þegar ég gekk til liðs við FH í fyrra hafði ég eitt aðalmarkmið í huga – að verða Íslandsmeistari. Við náðum því markmiði saman, og ég er ólýsanlega stoltur af því afreki. Ferðalagið hefur verið fullt af áskorunum, sigrum og ógleymanlegum minningum. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegan stuðning. Þetta er árangur sem við náðum saman, og það skiptir mig miklu máli. Þrátt fyrir að ég sé að yfirgefa félagið núna mun ég alltaf líta á Kaplakrika sem mitt annað heimili. Ég vil þakka leikmönnum, þjálfurum, stjórninni, sjálfboðaliðum og öllum stuðningsmönnum FH fyrir ykkar ómældu vinnu og stuðning. Við erum öll ríkjandi Íslandsmeistarar og FH mun halda áfram að vera það stórveldi í íslenskum handbolta sem það hefur alltaf verið. Ég er líka sérstaklega þakklátur fjölskyldu minni og mínum allra nánustu fyrir að styðja mig heilshugar í þessari ákvörðun. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Ég á enn óklárað verkefni hjá Veszprém, og ég er spenntur fyrir að fá tækifæri til að klára það. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Veszprém en minningarnar úr Kaplakrika síðan í vor munu líka ylja mér í vetur. Bless í bili - og áfram FH! Aron Pálmarsson FH-ingur Olís-deild karla FH Ungverski handboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Þetta staðfestir handknattleiksdeild FH í fréttatilkynningu í dag en fyrstu fréttir af vistaskiptum Arons bárust síðastliðinn fimmtudag. Á vef Veszprém kemur fram að samningur Arons gildi fram á sumarið 2026. Aron, sem er 34 ára gamall, kvaddi Veszprém með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Félagið ásakaði Aron um óheiðarleika og hótaði að fara í mál við hann en Aron frábað sér þann málflutning. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn úr íslenska landsliðinu, Bjarka Má Elísson, og mun leika á ný undir stjórn Xavier Pascual sem þjálfaði hann hjá Barcelona. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem Veszprém birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Aron kveður FH eftir að hafa orðið bæði deildar- og Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, en hann kom aftur í Hafnarfjörðinn fyrir síðustu leiktíð. Í fréttatilkynningu FH segir að Aron hafi einnig gegið mikið af sér til yngri iðkenda FH og til starfs félagsins í heild, og er honum þakkað kærlega fyrir gott samstarf, vináttu og fagmennsku, og þess getið að félagið hlakki til að fá hann aftur heim síðar. Aron sendir sjálfur frá sér kveðju sem er svohljóðandi: Kæru FH-ingar, Eftir ógleymanlegt ár með félaginu hef ég tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Veszprém í Ungverjalandi og mun ekki taka frekari þátt með FH á þessu tímabili. Þegar ég gekk til liðs við FH í fyrra hafði ég eitt aðalmarkmið í huga – að verða Íslandsmeistari. Við náðum því markmiði saman, og ég er ólýsanlega stoltur af því afreki. Ferðalagið hefur verið fullt af áskorunum, sigrum og ógleymanlegum minningum. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegan stuðning. Þetta er árangur sem við náðum saman, og það skiptir mig miklu máli. Þrátt fyrir að ég sé að yfirgefa félagið núna mun ég alltaf líta á Kaplakrika sem mitt annað heimili. Ég vil þakka leikmönnum, þjálfurum, stjórninni, sjálfboðaliðum og öllum stuðningsmönnum FH fyrir ykkar ómældu vinnu og stuðning. Við erum öll ríkjandi Íslandsmeistarar og FH mun halda áfram að vera það stórveldi í íslenskum handbolta sem það hefur alltaf verið. Ég er líka sérstaklega þakklátur fjölskyldu minni og mínum allra nánustu fyrir að styðja mig heilshugar í þessari ákvörðun. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Ég á enn óklárað verkefni hjá Veszprém, og ég er spenntur fyrir að fá tækifæri til að klára það. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Veszprém en minningarnar úr Kaplakrika síðan í vor munu líka ylja mér í vetur. Bless í bili - og áfram FH! Aron Pálmarsson FH-ingur
Olís-deild karla FH Ungverski handboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita