Píratar og járnlögmál fámennisstjórna Jóhann Hauksson skrifar 21. október 2024 12:32 Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun