Píratar og járnlögmál fámennisstjórna Jóhann Hauksson skrifar 21. október 2024 12:32 Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun