Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 19:01 Kikka Sigurðardóttir einn stofnenda Græningja. Flokkurinn leitar af fólki til að bjóða fram á lista í þremur kjördæmum. Vísir/Sigurjón Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. Stofnfundur Græningja var haldinn í gær. Flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Norðausturkjördæmi og er búist við að listarnir verði kynntir í vikunni. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur er einn stofnenda Græningja. Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Þekktasta verkið hennar er eflaust Ávaxtakarfan. Verður að vera þekkt fólk á listum Kikka segir að nú sé verið að finna rétta fólkið fyrir flokkinn. Þá sé verið að reyna að fá listabókstafinn G. „Eins skrítið og það hljómar þá verður að vera þekkt fólk á listum. Þú sérð það á því hverjir eru að fara á lista hjá öðrum flokkum. Þetta er allt fólk sem hefur verið í sjónvarpi síðustu ár. Við hugsuðum fyrst að við þyrftum fyrst og fremst fólk með brennandi áhuga á umhverfismálum. Svo var einhver sem benti mér á að við þyrftum að finna þekkt andlit,“ segir Kikka sem ætlar sjálf að bjóða sig fram en ekki í oddvitasæti. Flokkurinn leggur megináherslu á umhverfismál Kikka segir að flokkurinn hafi fyrst og fremst verið stofnaður í kringum umhverfismál. „Við leggjum áherslu á íslenska náttúru. Við viljum stofnun Miðhálendisþjóðgarðs með öllum þjóðlendum. Við ætlum að einblína á loftlagsvánna og auðlindirnar okkar sem við gefum hægri vinstri hverjum sem vill hirða þær. Ég reikna með að við verðum risastór með tímanum eins og aðrir græningjaflokkar í Evrópu,“ segir Kikka. Vinstri græn ekki staðið sig nógu vel Aðspurð hvort flokkurinn sé ekki að fara í beina samkeppni við Vinstri græn svarar Kikka: „Nei vonandi förum við þó í samvinnu með þeim. Þau hafa hins vegar ekki staðið sig alveg nógu vel. Náttúra Íslands og loftlagsváin hafa ekki verið þeirra aðalmál inn á þingi. Þau náðu ekki einu sinni að standa við sína eigin loftslagsáætlun þegar þau voru í ríkisstjórn.“ Kikka er vongóð fyrir komandi kosningar. „Ég læt mig dreyma um að koma inn einum eða tveimur þingmönnum,“ segir Kikka. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Sjá meira
Stofnfundur Græningja var haldinn í gær. Flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Norðausturkjördæmi og er búist við að listarnir verði kynntir í vikunni. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur er einn stofnenda Græningja. Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Þekktasta verkið hennar er eflaust Ávaxtakarfan. Verður að vera þekkt fólk á listum Kikka segir að nú sé verið að finna rétta fólkið fyrir flokkinn. Þá sé verið að reyna að fá listabókstafinn G. „Eins skrítið og það hljómar þá verður að vera þekkt fólk á listum. Þú sérð það á því hverjir eru að fara á lista hjá öðrum flokkum. Þetta er allt fólk sem hefur verið í sjónvarpi síðustu ár. Við hugsuðum fyrst að við þyrftum fyrst og fremst fólk með brennandi áhuga á umhverfismálum. Svo var einhver sem benti mér á að við þyrftum að finna þekkt andlit,“ segir Kikka sem ætlar sjálf að bjóða sig fram en ekki í oddvitasæti. Flokkurinn leggur megináherslu á umhverfismál Kikka segir að flokkurinn hafi fyrst og fremst verið stofnaður í kringum umhverfismál. „Við leggjum áherslu á íslenska náttúru. Við viljum stofnun Miðhálendisþjóðgarðs með öllum þjóðlendum. Við ætlum að einblína á loftlagsvánna og auðlindirnar okkar sem við gefum hægri vinstri hverjum sem vill hirða þær. Ég reikna með að við verðum risastór með tímanum eins og aðrir græningjaflokkar í Evrópu,“ segir Kikka. Vinstri græn ekki staðið sig nógu vel Aðspurð hvort flokkurinn sé ekki að fara í beina samkeppni við Vinstri græn svarar Kikka: „Nei vonandi förum við þó í samvinnu með þeim. Þau hafa hins vegar ekki staðið sig alveg nógu vel. Náttúra Íslands og loftlagsváin hafa ekki verið þeirra aðalmál inn á þingi. Þau náðu ekki einu sinni að standa við sína eigin loftslagsáætlun þegar þau voru í ríkisstjórn.“ Kikka er vongóð fyrir komandi kosningar. „Ég læt mig dreyma um að koma inn einum eða tveimur þingmönnum,“ segir Kikka.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Sjá meira