Fá annað tækifæri: Lengd framlengingar kærð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 21:32 Stjarnan getur enn orðið Íslandsmeistari í 4. flokki drengja í C-liða keppni. Vísir/Diego/Samsett Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar. Úrslitaleikurinn fór fram 14. september síðastliðinn og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn komust 3-0 yfir. Í kjölfarið var framlengt en aðeins voru spilaðar tíu mínútur (2x5 mínútur) frekar en 2x10 mínútur eins og reglurnar kveða á um. Þar sem ekki var skorað í framlengingu þurfti að útkljá leikinn með vítaspyrnukeppni og þar hafði KA betur. Nú greinir Akureyri.net frá því að Stjarnan hafi kært úrslit leiksins til aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands þegar félagið áttaði sig á mistökum dómarans og að framlengingin hafi átt að vera samtals 20 mínútur en ekki aðeins 10 mínútur. Þar kemur einnig fram að í leiknum hafi hvort lið aðeins tekið þrjár vítaspyrnur en í vítakeppni er það liðið sem er yfir eftir fimm spyrnur sem vinnur. Það er ef það er ekki ljóst hver vinnur áður en fimmta spyrnan er tekin. Stjarnan fór fram á að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild og að framlengingin, og vítaspyrnukeppnin ef til hennar kæmi, færi fram á heimavelli Stjörnunnar. Til vara gerðu Garðbæingar sömu kröfu nema ef leikið yrði á Akureyri þá þyrfti KA að greiða ferðakostnað. Kæra Stjörnunnar er á þessa leið: Þegar venjulegum leiktíma lauk og áður en framlenging hófst yfirgaf dómarinn leikstað og afhenti öðrum flautuna og þar með stjórn leiksins. Sá sem tók við flautunni þekkti ekki reglugerðina og var framlengingin 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Þjálfarateymi Stjörnunnar mótmælti og lét vita hversu langur leikurinn ætti að vera. Jafnt var með liðum eftir framlengingu og þá var farið í vítaspyrnukeppni sem var þrjár spyrnur á hvort lið í stað fimm. Aftur lét þjálfarateymi Stjörnunnar í sér heyra. KA kom eftirfarandiá framfæri við aga- og úrskurðarnefnd KSÍ: Dómarinn var viðstaddur eftir að venjulegum leiktíma lauk og tók sjálfur ákvörðun að lengd framlengingar yrði 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Dómarinn upplýsti bæði þjálfarateymi um ákvörðun sína. Engin mótmæli né mótbárur komu frá þjálfarateymi Stjörnunnar. Myndbandsupptaka staðfestir það. Dómarinn þurfti að yfirgefa leikstað þar sem hann var hluti af dómarateymi í leik sem byrjaði á Dalvík klukkan 16.30. Fól hann þá öðrum að taka við hlutverki dómara. Þótt framkvæmd leiksins hafi ekki verið í samræmi við reglugerð KSÍ bitnuðu mistök dómara á báðum liðum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir meðal annars: Óumdeilt er að dómari leiksins upplýsti um og ákvað að framlenging skyldi vera 2 x 5 mínútur. Að henni lokinni fór fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tók aðeins þrjár spyrnur til að ráða fram úrslit í leiknum. Samkvæmt reglugerðar KSÍ skal leiktími framlengingar í 4. flokki karla vera 20 mín (2 x 10 mín). Sé enn jafnt að lokinni framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tekur fimm spyrnur. Ef staðan er jöfn þegar hvort lið hefur tekið fimm spyrnur, skal spyrnum haldið áfram þar til annað liðið hefur skorað marki meira en hitt úr jafn mörgum spyrnum. Að mati aga- og úrskurðarnefndar eru ákvæði knattspyrnulaganna og reglugerðar ófrávíkjanleg og því ljóst að dómarinn gerði mistök varðand leiktímann. Engu breytir hvort mistök dómara hafi haft áhrif á báða aðila eða hafi verið framkvæmd með vitund beggja liða. Fallist er á kröfu Stjörnunnar að: Framlengingin skal fara fram að nýju, nú í 2 x 10 mínútur. Verði jafnt eftir framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni, 5 spyrnur á hvort lið. Leikið skal á heimavelli KA. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnunnar til Akureyrar og heim aftur. Tekið er fram að gæta skuli hagkvæmni í ferðakostnaði. Hann getur „aldrei numið hærri upphæð en sem nemur fargjaldi frá viðurkenndu rútufyrirtæki á umræddri leið. Sé ferðakostnaður hærri skal aðkomulið bera kostnað af mismun.“ Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan KA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Úrslitaleikurinn fór fram 14. september síðastliðinn og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn komust 3-0 yfir. Í kjölfarið var framlengt en aðeins voru spilaðar tíu mínútur (2x5 mínútur) frekar en 2x10 mínútur eins og reglurnar kveða á um. Þar sem ekki var skorað í framlengingu þurfti að útkljá leikinn með vítaspyrnukeppni og þar hafði KA betur. Nú greinir Akureyri.net frá því að Stjarnan hafi kært úrslit leiksins til aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands þegar félagið áttaði sig á mistökum dómarans og að framlengingin hafi átt að vera samtals 20 mínútur en ekki aðeins 10 mínútur. Þar kemur einnig fram að í leiknum hafi hvort lið aðeins tekið þrjár vítaspyrnur en í vítakeppni er það liðið sem er yfir eftir fimm spyrnur sem vinnur. Það er ef það er ekki ljóst hver vinnur áður en fimmta spyrnan er tekin. Stjarnan fór fram á að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild og að framlengingin, og vítaspyrnukeppnin ef til hennar kæmi, færi fram á heimavelli Stjörnunnar. Til vara gerðu Garðbæingar sömu kröfu nema ef leikið yrði á Akureyri þá þyrfti KA að greiða ferðakostnað. Kæra Stjörnunnar er á þessa leið: Þegar venjulegum leiktíma lauk og áður en framlenging hófst yfirgaf dómarinn leikstað og afhenti öðrum flautuna og þar með stjórn leiksins. Sá sem tók við flautunni þekkti ekki reglugerðina og var framlengingin 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Þjálfarateymi Stjörnunnar mótmælti og lét vita hversu langur leikurinn ætti að vera. Jafnt var með liðum eftir framlengingu og þá var farið í vítaspyrnukeppni sem var þrjár spyrnur á hvort lið í stað fimm. Aftur lét þjálfarateymi Stjörnunnar í sér heyra. KA kom eftirfarandiá framfæri við aga- og úrskurðarnefnd KSÍ: Dómarinn var viðstaddur eftir að venjulegum leiktíma lauk og tók sjálfur ákvörðun að lengd framlengingar yrði 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Dómarinn upplýsti bæði þjálfarateymi um ákvörðun sína. Engin mótmæli né mótbárur komu frá þjálfarateymi Stjörnunnar. Myndbandsupptaka staðfestir það. Dómarinn þurfti að yfirgefa leikstað þar sem hann var hluti af dómarateymi í leik sem byrjaði á Dalvík klukkan 16.30. Fól hann þá öðrum að taka við hlutverki dómara. Þótt framkvæmd leiksins hafi ekki verið í samræmi við reglugerð KSÍ bitnuðu mistök dómara á báðum liðum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir meðal annars: Óumdeilt er að dómari leiksins upplýsti um og ákvað að framlenging skyldi vera 2 x 5 mínútur. Að henni lokinni fór fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tók aðeins þrjár spyrnur til að ráða fram úrslit í leiknum. Samkvæmt reglugerðar KSÍ skal leiktími framlengingar í 4. flokki karla vera 20 mín (2 x 10 mín). Sé enn jafnt að lokinni framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tekur fimm spyrnur. Ef staðan er jöfn þegar hvort lið hefur tekið fimm spyrnur, skal spyrnum haldið áfram þar til annað liðið hefur skorað marki meira en hitt úr jafn mörgum spyrnum. Að mati aga- og úrskurðarnefndar eru ákvæði knattspyrnulaganna og reglugerðar ófrávíkjanleg og því ljóst að dómarinn gerði mistök varðand leiktímann. Engu breytir hvort mistök dómara hafi haft áhrif á báða aðila eða hafi verið framkvæmd með vitund beggja liða. Fallist er á kröfu Stjörnunnar að: Framlengingin skal fara fram að nýju, nú í 2 x 10 mínútur. Verði jafnt eftir framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni, 5 spyrnur á hvort lið. Leikið skal á heimavelli KA. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnunnar til Akureyrar og heim aftur. Tekið er fram að gæta skuli hagkvæmni í ferðakostnaði. Hann getur „aldrei numið hærri upphæð en sem nemur fargjaldi frá viðurkenndu rútufyrirtæki á umræddri leið. Sé ferðakostnaður hærri skal aðkomulið bera kostnað af mismun.“
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan KA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira