Förum á trúnó! Katrín Þrastardóttir skrifar 22. október 2024 11:02 Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun