Flokkar sem sitji hjá séu ekki í stöðu til að setja skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. október 2024 19:38 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa fengið óskýr skilaboð frá flokkum á þingi varðandi stuðning þeirra við fjárlagafrumvarpið. Stöð 2 Leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru bjartsýnir á að þingið nái að afgreiða fjárlög fyrir miðjan næsta mánuð. Forsætisráðherra segir að þeir flokkar sem ætli sér að sitja hjá við afgreiðslu málsins séu ekki í neinni stöðu til að setja skilyrði. Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira