„Það varð algjör sprenging“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2024 21:32 Nú er hægt að sækja vegabréf í Hagkaup, Skeifunni. Vísir/Sigurjón Yfirgnæfandi meirihluti umsækjenda um ný skilríki hafa óskað eftir að sækja þau í Hagkaup í Skeifunni eftir að opnað var á þann möguleika í gær. Kostnaður Þjóðskrár vegna þjónustusamnings við verslunina nemur kostnaði við eitt stöðugildi og þurfti verkefnið ekki að fara í útboð. Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“ Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“
Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira