Foreldrum var tilkynnt um lokunina símleiðis í kvöld. Ekki liggur fyrir hve lengi lokunin mun standa yfir.
Leikskólinn Mánagarður er staðsettur við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur og er rekinn af Félagsstofnun stúdenta.
Ekki náðist í Guðrúnu Aspelund sóttvarnarlækni eða Soffíu Emelíu Bragadóttur leikskólastjóra Mánagarðs við gerð fréttarinnar.
Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að sóttvarnarlæknir hefði látið loka leikskólanum en rétt er að honum var lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis.