Vill setja á fót móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 06:24 „Menntakerfið okkar á að tryggja jöfn tækifæri. Óbreytt staða tryggir ekki þau tækifæri fyrir alla,“ segir ráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist sannfærð um að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu skipt sköpum í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrann bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA sé verri en nokkru sinni áður og undir meðallagi Norðurlandanna og OECD í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Vandinn sé margþættur og erfitt að benda á eina „töfralausn“ en móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu hafti „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. „Móttökuskóli er ekki ný hugmynd og slíkan skóla má t.d. finna í Noregi. Skólinn væri fyrsta skref fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi og lögð væri áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnimat. Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla,“ segir Áslaug Arna. Tillögur þessa efnis hafi þegar verið lagðar fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. „Með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu. Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings. Árangur skiptir samfélagið öllu máli,“ segir ráðherrann. Kerfið þurfi að virka fyrir alla og sérstaklega þann hóp barna sem eigi undir högg að sækja. Grunnskólar Skóla- og menntamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrann bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA sé verri en nokkru sinni áður og undir meðallagi Norðurlandanna og OECD í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Vandinn sé margþættur og erfitt að benda á eina „töfralausn“ en móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu hafti „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. „Móttökuskóli er ekki ný hugmynd og slíkan skóla má t.d. finna í Noregi. Skólinn væri fyrsta skref fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi og lögð væri áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnimat. Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla,“ segir Áslaug Arna. Tillögur þessa efnis hafi þegar verið lagðar fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. „Með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu. Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings. Árangur skiptir samfélagið öllu máli,“ segir ráðherrann. Kerfið þurfi að virka fyrir alla og sérstaklega þann hóp barna sem eigi undir högg að sækja.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira