Venjur og rútína Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 23. október 2024 10:31 Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun