Ekki fleiri tímabundna plástra Karólína Helga Símonardóttir skrifar 23. október 2024 14:31 Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla. Forvarnir gleymast alltof oft þegar fjármunum er deilt.En það að fjárfesta í forvörnum þá er verið að fjárfesta í ávinningi, t.d. náum við að koma í veg fyrir vandamál og búum þannig til heilbrigðari, öruggari og sjálfbærari samfélög. Í hugmyndafræði fyrirtækja eru oft nokkrir punktar taldir upp sem ákveðin rauð flögg T.d. „Mikið áreiti skapast við að vera ítrekað að slökkva elda, en fá svo sömu vandamál aftur upp í hendurnar.” Það er í rauninni allt of algengt hjá ríki og sveitarfélögum að þar sé viðhöfð sú aðferðafræði að kaupa sér tíma með “tímabundnum plástrum” í stað þess að fjárfesta í farsælum, langtíma lausnum til þess að leysa rót vandans. Forvarnir geta verið að ýmsum toga en ef við horfum til menntastofnana samfélagsins og félagslegra forvarna þá er margt sem stjórnvöld geta gert betur. Í menntun felur það í sér snemmtæka íhlutun sem og fleiri þætti í námi og kennslu. Það að geta greint og tekist á við vandamál snemma þá er hægt að koma í veg fyrir stærri fræðileg og félagsleg vandamál síðar. Það að geta gripið nemandann og aðstoðað hann í gegnum hindranir, kennir nemandanum einnig að takast á við hindranir í lífinu seinna meir. ….En….. Það þarf að vera rými fyrir kennara til þess að geta gripið nemendur. Kennarar þurfa fá svigrúm inn í starfinu sínu til þess að viðhalda mannlegu gildunum. Það þarf að vera gott starfsumhverfi, með viðunandi kjörum fyrir kennara. Það þurfa einnig að vera viðunandi starfsaðstæður. Forvarnir snúa líka að viðhaldi húsnæðis, lóða og á búnaði. Hvernig rýmin eru, hvort loft og hljóðvist sé í lagi. Hvort til séu ferlar og reglur sem snúa að öryggi starfsmanna og nemenda, og þeim fylgt eftir. Ef þessar forvarnir eru í lagi þá er hægt að draga úr líkum á vinnutengdum veikindum, slysum og vernda bæði starfsmenn og nemendur. Ekkert af þessu gengur upp nema ráðamenn þjóðarinnar og sveitarfélaga byrja fyrir alvöru að því að vinna að rót vandans með metnaðarfullri framtíðarsýn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla. Forvarnir gleymast alltof oft þegar fjármunum er deilt.En það að fjárfesta í forvörnum þá er verið að fjárfesta í ávinningi, t.d. náum við að koma í veg fyrir vandamál og búum þannig til heilbrigðari, öruggari og sjálfbærari samfélög. Í hugmyndafræði fyrirtækja eru oft nokkrir punktar taldir upp sem ákveðin rauð flögg T.d. „Mikið áreiti skapast við að vera ítrekað að slökkva elda, en fá svo sömu vandamál aftur upp í hendurnar.” Það er í rauninni allt of algengt hjá ríki og sveitarfélögum að þar sé viðhöfð sú aðferðafræði að kaupa sér tíma með “tímabundnum plástrum” í stað þess að fjárfesta í farsælum, langtíma lausnum til þess að leysa rót vandans. Forvarnir geta verið að ýmsum toga en ef við horfum til menntastofnana samfélagsins og félagslegra forvarna þá er margt sem stjórnvöld geta gert betur. Í menntun felur það í sér snemmtæka íhlutun sem og fleiri þætti í námi og kennslu. Það að geta greint og tekist á við vandamál snemma þá er hægt að koma í veg fyrir stærri fræðileg og félagsleg vandamál síðar. Það að geta gripið nemandann og aðstoðað hann í gegnum hindranir, kennir nemandanum einnig að takast á við hindranir í lífinu seinna meir. ….En….. Það þarf að vera rými fyrir kennara til þess að geta gripið nemendur. Kennarar þurfa fá svigrúm inn í starfinu sínu til þess að viðhalda mannlegu gildunum. Það þarf að vera gott starfsumhverfi, með viðunandi kjörum fyrir kennara. Það þurfa einnig að vera viðunandi starfsaðstæður. Forvarnir snúa líka að viðhaldi húsnæðis, lóða og á búnaði. Hvernig rýmin eru, hvort loft og hljóðvist sé í lagi. Hvort til séu ferlar og reglur sem snúa að öryggi starfsmanna og nemenda, og þeim fylgt eftir. Ef þessar forvarnir eru í lagi þá er hægt að draga úr líkum á vinnutengdum veikindum, slysum og vernda bæði starfsmenn og nemendur. Ekkert af þessu gengur upp nema ráðamenn þjóðarinnar og sveitarfélaga byrja fyrir alvöru að því að vinna að rót vandans með metnaðarfullri framtíðarsýn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar