Nýsköpun skapar aukna hagsæld Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 17:01 Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Þetta kerfi á þó átt undir högg að sækja. Þó er um að ræða fjárfestingu í nýjum hugmyndum og verðmætasköpun sem skapar störf og reynslan sýnir að þetta kerfi ýtir undir stóraukna fjárfestingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Það sjáum við beint af árangri síðustu ára eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bætti kerfið til muna í upphafi heimsfaraldurs. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og námu árið 2023 yfir 300 milljörðum króna. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um tæplega 17% á fyrri helmingi þessa árs og gangi áform fyrirtækja eftir hefur greinin þrefaldað útflutningsverðmæti sitt á einum áratug. Um 18.000 manns starfa nú í tækni- og hugverkagreinum, í verðmætum hálaunastörfum þar sem verðmætasköpun á hverju vinnustund er meiri en almennt í hagkerfinu. Í frumvarpi sem var nýlega kynnt í samráðsgátt stjórnvalda voru lagðar til breytingar á þessum reglum, sem hefði að öllu óbreyttu gengið verulega á það öfluga kerfi sem byggt hefur verið upp. Ég fagna þeim fjölda umsagna sem bárust þar sem bent var á ótvíræðan ávinning kerfisins. Það hefur orðið til þess að frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi af fjármálaráðherra, stendur betur vörð um kerfið en upphaflega var ráðgert. Við náðum fram mikilvægum breytingum sem eru í samræmi við þær áherslur sem ég hef lagt upp með og unnið eftir í mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar hér á landi. Þakið er nú komið í einn milljarð, 34% endurgreiðsla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 22,5% fyrir stærri fyrirtæki. Á sama tíma er brugðist við mikilvægum ábendingum OECD sem tók út kerfið hérlendis, eftirlit aukið og endurgreiðslurnar skilgreindar betur. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi fyrirtækja á Íslandi, hvernig getum við gert fólki auðveldara að stofna fyrirtæki og sækja fram á Íslandi. Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi. Þannig ýtum við undir enn frekari hagsæld hér á landi. Nú verður spurning hvort stjórnmálamenn ætla að verja leiðir sem ýta undir verðmætasköpun og styðja við Nýsköpunarlandið Ísland, eða leggja steina í götur nýrra hugmynda og framtakssamra einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Nýsköpun Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Þetta kerfi á þó átt undir högg að sækja. Þó er um að ræða fjárfestingu í nýjum hugmyndum og verðmætasköpun sem skapar störf og reynslan sýnir að þetta kerfi ýtir undir stóraukna fjárfestingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Það sjáum við beint af árangri síðustu ára eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bætti kerfið til muna í upphafi heimsfaraldurs. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og námu árið 2023 yfir 300 milljörðum króna. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um tæplega 17% á fyrri helmingi þessa árs og gangi áform fyrirtækja eftir hefur greinin þrefaldað útflutningsverðmæti sitt á einum áratug. Um 18.000 manns starfa nú í tækni- og hugverkagreinum, í verðmætum hálaunastörfum þar sem verðmætasköpun á hverju vinnustund er meiri en almennt í hagkerfinu. Í frumvarpi sem var nýlega kynnt í samráðsgátt stjórnvalda voru lagðar til breytingar á þessum reglum, sem hefði að öllu óbreyttu gengið verulega á það öfluga kerfi sem byggt hefur verið upp. Ég fagna þeim fjölda umsagna sem bárust þar sem bent var á ótvíræðan ávinning kerfisins. Það hefur orðið til þess að frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi af fjármálaráðherra, stendur betur vörð um kerfið en upphaflega var ráðgert. Við náðum fram mikilvægum breytingum sem eru í samræmi við þær áherslur sem ég hef lagt upp með og unnið eftir í mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar hér á landi. Þakið er nú komið í einn milljarð, 34% endurgreiðsla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 22,5% fyrir stærri fyrirtæki. Á sama tíma er brugðist við mikilvægum ábendingum OECD sem tók út kerfið hérlendis, eftirlit aukið og endurgreiðslurnar skilgreindar betur. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi fyrirtækja á Íslandi, hvernig getum við gert fólki auðveldara að stofna fyrirtæki og sækja fram á Íslandi. Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi. Þannig ýtum við undir enn frekari hagsæld hér á landi. Nú verður spurning hvort stjórnmálamenn ætla að verja leiðir sem ýta undir verðmætasköpun og styðja við Nýsköpunarlandið Ísland, eða leggja steina í götur nýrra hugmynda og framtakssamra einstaklinga.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun