Þjálfari Cercle þakkar Blikum: „Gáfu okkur stærsta og besta klefann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2024 11:01 Miron Muslic fagnar sigri fyrr í keppninni. Cercle hefur vegnað vel í Evrópu en gengið brösuglega heima fyrir. Grzegorz Wajda/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Miron Muslic, þjálfari Cercle Brugge, er nokkuð bjartsýnn fyrir leik liðs hans við Víking í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingar séu á útivelli líkt og hans menn. Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira