Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 10:48 Eldur Smári og Ugla Stefanía eru ekki sammála um margt. Vísir Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. Lýðræðisflokkurinn kynnti í morgun þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Gagnrýninn á Samtökin '78 Sá síðastnefndi á listanum, Eldur Smári, sem einnig hefur gengið undir nafninu Eldur Deville, hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir innlegg hans í umræðuna um málefni hinsegin fólks. Hann leiðir Samtökin 22, sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann hefur gagnrýnt Samtökin '78 harðlega fyrir fræðslustarfsemi samtakanna og skipulagt mótmæli á Austurvelli, þar sem nokkrir komu saman og mótmæltu til að mynda kynleiðréttingum barna. Uppfært: Upphaflega stóð að yfirlýst markmið Samtakanna 22 væri að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en ekki trans fólks. Það segir Eldur ekki rétt, í tölvubréfi til blaðamanns. „Hinsvegar er alveg rétt að við höfum gagnrýnt fræðslustarfsemi Samtakanna ´78 og vissulega mótmælum við hástöfum þegar börn verða fórnarlömb tilraunastarfsemi og ógagnreyndra meðferða í heilbrigðiskerfinu. Það er borgaraleg skylda sérhvers manns.“ Trans kona í sama kjördæmi Þetta vekur helst athygli nú þar sem annar oddviti í Norðvesturkjördæmi er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans kona og einn öflugasti málsvari trans fólks á Íslandi og reyndar þótt víðar væri leitað. Lýðræðisflokkurinn Píratar Hinsegin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Málefni trans fólks Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn kynnti í morgun þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Gagnrýninn á Samtökin '78 Sá síðastnefndi á listanum, Eldur Smári, sem einnig hefur gengið undir nafninu Eldur Deville, hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir innlegg hans í umræðuna um málefni hinsegin fólks. Hann leiðir Samtökin 22, sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann hefur gagnrýnt Samtökin '78 harðlega fyrir fræðslustarfsemi samtakanna og skipulagt mótmæli á Austurvelli, þar sem nokkrir komu saman og mótmæltu til að mynda kynleiðréttingum barna. Uppfært: Upphaflega stóð að yfirlýst markmið Samtakanna 22 væri að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en ekki trans fólks. Það segir Eldur ekki rétt, í tölvubréfi til blaðamanns. „Hinsvegar er alveg rétt að við höfum gagnrýnt fræðslustarfsemi Samtakanna ´78 og vissulega mótmælum við hástöfum þegar börn verða fórnarlömb tilraunastarfsemi og ógagnreyndra meðferða í heilbrigðiskerfinu. Það er borgaraleg skylda sérhvers manns.“ Trans kona í sama kjördæmi Þetta vekur helst athygli nú þar sem annar oddviti í Norðvesturkjördæmi er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans kona og einn öflugasti málsvari trans fólks á Íslandi og reyndar þótt víðar væri leitað.
Lýðræðisflokkurinn Píratar Hinsegin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Málefni trans fólks Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira