KA-strákarnir fengu að halda gullinu Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 13:31 Lið KA með bikarinn og medalíurnar eftir sigurinn gegn Stjörnunni sem síðan var dæmdur ógildur. @KA yngri flokkar Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið. Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina. Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina.
Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti