Hvernig samfélag? Egill Rúnar Sigurðsson skrifar 24. október 2024 13:31 Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun