Fjölmörg hlutverk skólafólks! Gróa Arndal Axelsdóttir skrifar 24. október 2024 13:46 Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun