Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 16:32 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play hagnaðist um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Félagið skoðar nú að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi. Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að stundvísi hafi mælst 89 prósent, sem sé bæting frá 85 prósent á sama tíma í fyrra en Play sé sem fyrr stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Play hafi flutt 521 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi 2024 og sætanýting verið 89 prósent. Tekjurnar drógust saman um tæplega níu prósent Þá segir að sætanýting hafi aukist og hliðartekjur verið stöðugar á þriðja ársfjórðungi en sætaframboð hafi hins vegar dregist saman um fimm prósent og tekjur af meðalflugfargjaldi hafi dregist saman um níu prósent vegna aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Fyrir vikið hafi heildartekjur dregist saman á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 8,8 prósent frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum bandaríkjadala í 100,5 milljónir bandaríkjadala. Lausafjárstaða félagsins hafi verið 39,8 milljónir bandaríkjadala við lok ársfjórðungsins og hafi því aukist um 0,6 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Leigugreiðslum vegna flugvéla Play sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sumartímann en lægri á veturna. Lækkun leigugreiðslna yfir vetrarmánuðina 2024 til 2025 sé sem nemur 4,3 milljónum bandaríkjadölum miðað við síðasta ár. Kostnaður á hvern sætiskílómetra, CASK, hafi áfram verið 5,3 bandaríkjasent en kostnaður á hvern sætiskílómetra að undanskildu eldsneyti, CASK ex-fuel, hafi verið 3,5 bandaríkjasent sem sé aukning frá 3,4 bandaríkjasentum vegna aukins framboðs og launakostnaðar. Meiri samkeppni dró úr rekstrarhagnaði Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta, EBIT, hafi verið 9,6 milljónir bandaríkjadala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja ársfjórðungi 2023, sem megi rekja til aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Uppfærð afkomuáætlun gefi til kynna að rekstrarafkoma félagsins fyrir allt árið 2024 verði lakari en í fyrra. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafi haft meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var. Gætu þurft að sækja fjármagn eftir allt saman Play geri nú viðamiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu. Félagið muni draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu sem hafi hingað til verið rekið með tapi og efla þess í stað arðbæra sólaráfangastaði félagsins frá Íslandi til Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Samhliða ofangreindum breytingum hyggist félagið auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns með því að leigja hluta hans til annarra flugfélaga eða fljúga fyrir önnur félög. Gert sé ráð fyrir að nýtt viðskiptalíkan verði raungert að fullu á næstu tólf til átján mánuðum. Að breytingunum loknum sé gert ráð fyrir að sólarlandaflug félagsins telji um 35 prósent af rekstrinum en hafi áður verið 25 prósent, að leiguverkefni verði um 35 prósent og að tengileiðakerfið verði um 30 prósent en hafi áður verið 75 prósent. „Fjárhagsstaða flugfélagsins er traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Til skoðunar er engu að síður að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.“ Þegar Play greindi frá slakri afkomu og fyrirhuguðum breytingum á rekstrinum á dögunum sagði þó að ekki væri talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að stundvísi hafi mælst 89 prósent, sem sé bæting frá 85 prósent á sama tíma í fyrra en Play sé sem fyrr stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Play hafi flutt 521 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi 2024 og sætanýting verið 89 prósent. Tekjurnar drógust saman um tæplega níu prósent Þá segir að sætanýting hafi aukist og hliðartekjur verið stöðugar á þriðja ársfjórðungi en sætaframboð hafi hins vegar dregist saman um fimm prósent og tekjur af meðalflugfargjaldi hafi dregist saman um níu prósent vegna aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Fyrir vikið hafi heildartekjur dregist saman á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 8,8 prósent frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum bandaríkjadala í 100,5 milljónir bandaríkjadala. Lausafjárstaða félagsins hafi verið 39,8 milljónir bandaríkjadala við lok ársfjórðungsins og hafi því aukist um 0,6 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Leigugreiðslum vegna flugvéla Play sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sumartímann en lægri á veturna. Lækkun leigugreiðslna yfir vetrarmánuðina 2024 til 2025 sé sem nemur 4,3 milljónum bandaríkjadölum miðað við síðasta ár. Kostnaður á hvern sætiskílómetra, CASK, hafi áfram verið 5,3 bandaríkjasent en kostnaður á hvern sætiskílómetra að undanskildu eldsneyti, CASK ex-fuel, hafi verið 3,5 bandaríkjasent sem sé aukning frá 3,4 bandaríkjasentum vegna aukins framboðs og launakostnaðar. Meiri samkeppni dró úr rekstrarhagnaði Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta, EBIT, hafi verið 9,6 milljónir bandaríkjadala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja ársfjórðungi 2023, sem megi rekja til aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Uppfærð afkomuáætlun gefi til kynna að rekstrarafkoma félagsins fyrir allt árið 2024 verði lakari en í fyrra. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafi haft meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var. Gætu þurft að sækja fjármagn eftir allt saman Play geri nú viðamiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu. Félagið muni draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu sem hafi hingað til verið rekið með tapi og efla þess í stað arðbæra sólaráfangastaði félagsins frá Íslandi til Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Samhliða ofangreindum breytingum hyggist félagið auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns með því að leigja hluta hans til annarra flugfélaga eða fljúga fyrir önnur félög. Gert sé ráð fyrir að nýtt viðskiptalíkan verði raungert að fullu á næstu tólf til átján mánuðum. Að breytingunum loknum sé gert ráð fyrir að sólarlandaflug félagsins telji um 35 prósent af rekstrinum en hafi áður verið 25 prósent, að leiguverkefni verði um 35 prósent og að tengileiðakerfið verði um 30 prósent en hafi áður verið 75 prósent. „Fjárhagsstaða flugfélagsins er traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Til skoðunar er engu að síður að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.“ Þegar Play greindi frá slakri afkomu og fyrirhuguðum breytingum á rekstrinum á dögunum sagði þó að ekki væri talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira