Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2024 19:16 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. Tuttugu og sjö börn af leikskólanum hafa greinst með e. coli og fjögur liggja inni á spítala vegna sýkingar. Tvö þeirra eru á gjörgæslu vegna alvarleika veikinda. Hin 23 börnin hafa verið send heim eru ekki með jafn alvarleg einkenni og eru undir eftirliti starfsmanna Landspítalans. Fyrsta smitið greindist á þriðjudag og að sögn sóttvarnalæknis eru allar líkur á að sýkingin komi úr mat sem börnin borðuðu. Rannsókn á upprunanum stendur yfir en tekur sinn tíma og óvíst hvort beri árangur. Meðal annars er til skoðunar hvort rekja megi sýkinguna til nautahakks sem börnin borðuðu fyrir helgi. Dæmi eru um að E. coli finnist í nautahakki. Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir starfsmenn senda börnum og foreldrum þeirra kærar kveðjur. Starfsfólkið sé miður sín. „Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala,“ segir Soffía. Á leikskólanum eru rúmlega 120 börn.Vísir/Einar Leikskólinn verður sótthreinsaður á morgun frá toppi til táar. Soffía segir samstarf stjórnenda við heilbrigðisyfirvöld ganga afar vel. „Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ segir Soffía. Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Tuttugu og sjö börn af leikskólanum hafa greinst með e. coli og fjögur liggja inni á spítala vegna sýkingar. Tvö þeirra eru á gjörgæslu vegna alvarleika veikinda. Hin 23 börnin hafa verið send heim eru ekki með jafn alvarleg einkenni og eru undir eftirliti starfsmanna Landspítalans. Fyrsta smitið greindist á þriðjudag og að sögn sóttvarnalæknis eru allar líkur á að sýkingin komi úr mat sem börnin borðuðu. Rannsókn á upprunanum stendur yfir en tekur sinn tíma og óvíst hvort beri árangur. Meðal annars er til skoðunar hvort rekja megi sýkinguna til nautahakks sem börnin borðuðu fyrir helgi. Dæmi eru um að E. coli finnist í nautahakki. Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir starfsmenn senda börnum og foreldrum þeirra kærar kveðjur. Starfsfólkið sé miður sín. „Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala,“ segir Soffía. Á leikskólanum eru rúmlega 120 börn.Vísir/Einar Leikskólinn verður sótthreinsaður á morgun frá toppi til táar. Soffía segir samstarf stjórnenda við heilbrigðisyfirvöld ganga afar vel. „Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ segir Soffía.
Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira