Sendi út neyðarkall vegna meðmælasöfnunar Vinstri grænna Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 23:02 Ragnar Auðun tók við sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna á þessu ári. Vinstri græn Ragnar Auðun Árnason framkvæmdastjóri Vinstri grænna sendi í morgun neyðarkall á félaga í Vinstri grænum og sagði meðmælasöfnun áhyggjuefni. Hann segist ekki hafa sömu áhyggjur í kvöld. Meðmælasöfnun gangi vel en sé þó ekki lokið. Meðmælasöfnun lýkur þann 31. október en hvert framboð þarf að ná lágmarksfjölda í hverju kjördæmi fyrir sig til að geta boðið fram. Í færslu sem Ragnar setti inn í lokaðan hóp fyrir félaga í Vinstri grænum í morgun sagði hann mikið verk fyrir höndum til að ná lágmarksfjölda. „Staðan í söfnun meðmælenda er áhyggjuefni, en nú eru sex dagar í skil og mikið verk fyrir höndum að ná lágmarksfjölda meðmælenda, hvað þá hámarksfjölda,“ sagði Ragnar í færslu sinni. Því yrði sett upp úthringiver á skrifstofu flokksins um helgina. Þá hvatti hann fólk til þess að senda hlekkinn á sem flesta. Ragnar sendi þennan póst í morgun inn á lokaðan hóp Vinstri grænna. Það virðist vera það sem þurfti.Facebook Á vef island.is kemur fram að fólk með kosningarétt getur mælt með framboði, en aðeins einu. Hægt er að afturkalla meðmæli og mæla með öðru framboði þar til söfnin lýkur. Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann mælir með stjórnmálasamtökum. Komin í eða við lágmark „Við erum komin í og við lágmark í nánast öllum kjördæmum núna,“ segir Ragnar Auðun í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni í morgun og því sent út þennan póst til félagsmanna. „Þegar fólk var sett af stað þá reddaðist þetta bara. Það er alltaf bras að fá fólk til að setjast niður og bögga vini sína. En þegar þetta er sett upp svona þá bæði hafa fréttamenn áhuga og félagar taka því alvarlegar og senda ekki bara á mömmu og pabba.“ Hann segir lágmarkið þó ekki markmiðið. „Við munum alltaf fara rúmlega til að vera örugg. Ég hef miklu minni áhyggjur í kvöld en ég hafði í morgun. Meðmælin voru að tikka inn í allan dag.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Meðmælasöfnun lýkur þann 31. október en hvert framboð þarf að ná lágmarksfjölda í hverju kjördæmi fyrir sig til að geta boðið fram. Í færslu sem Ragnar setti inn í lokaðan hóp fyrir félaga í Vinstri grænum í morgun sagði hann mikið verk fyrir höndum til að ná lágmarksfjölda. „Staðan í söfnun meðmælenda er áhyggjuefni, en nú eru sex dagar í skil og mikið verk fyrir höndum að ná lágmarksfjölda meðmælenda, hvað þá hámarksfjölda,“ sagði Ragnar í færslu sinni. Því yrði sett upp úthringiver á skrifstofu flokksins um helgina. Þá hvatti hann fólk til þess að senda hlekkinn á sem flesta. Ragnar sendi þennan póst í morgun inn á lokaðan hóp Vinstri grænna. Það virðist vera það sem þurfti.Facebook Á vef island.is kemur fram að fólk með kosningarétt getur mælt með framboði, en aðeins einu. Hægt er að afturkalla meðmæli og mæla með öðru framboði þar til söfnin lýkur. Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann mælir með stjórnmálasamtökum. Komin í eða við lágmark „Við erum komin í og við lágmark í nánast öllum kjördæmum núna,“ segir Ragnar Auðun í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni í morgun og því sent út þennan póst til félagsmanna. „Þegar fólk var sett af stað þá reddaðist þetta bara. Það er alltaf bras að fá fólk til að setjast niður og bögga vini sína. En þegar þetta er sett upp svona þá bæði hafa fréttamenn áhuga og félagar taka því alvarlegar og senda ekki bara á mömmu og pabba.“ Hann segir lágmarkið þó ekki markmiðið. „Við munum alltaf fara rúmlega til að vera örugg. Ég hef miklu minni áhyggjur í kvöld en ég hafði í morgun. Meðmælin voru að tikka inn í allan dag.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21
Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33
Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34