Aldrei fleiri manndráp á einu ári: „Þetta er uggvænleg þróun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2024 20:32 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ. Vísir/Arnar Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Afbrotafræðingur segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi. Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi.
Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira