Kveðja frá „lata“ kennaranum sem er „alltaf í fríi“ Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 26. október 2024 07:32 Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Ég var nýbyrjuð að starfa sem framhaldsskólakennari þegar við fórum í verkfall árið 2014. Þá fór mikil orka í það að útskýra fyrir fólki að kennarar væru nú í alvöru að vinna eitthvað en ekki alltaf í fríi eða búnir klukkan tvö á daginn. Margir sem ekki hafa unnið við kennslu og hafa einungis setið hinum megin við borðið halda að stundatafla nemenda sé sú sama og stundatafla kennarans. Þannig ef barnið þitt er búið í skólanum klukkan tvö á daginn þá hlýtur kennarinn að vera búinn líka. Mín reynsla af kennarastarfinu er sú að kennslan sjálf þ.e. tíminn þar sem nemendur eru fyrir framan mig er einungis brot af starfinu sjálfu. Líkt og arkitekt sem þarf að fá tíma til að hanna bygginguna eftir fund með viðskiptavini eða lögfræðingur sem þarf að hefja gagnasöfnun og aðra rannsóknarvinnu eftir að hafa hitt skjólstæðing sinn, þurfa kennarar að undirbúa hverja kennslustund með ólíkar þarfir nemenda í huga, fara yfir verkefni, eiga samstarf við aðra kennara og foreldra og margt fleira eftir að nemendur ganga út úr skólanum. Núna erum við aftur komin á þennan stað, að reyna að sannfæra fólk um að við séum raunverulega að vinna. Borgarstjóri heldur til að mynda að við séum alltaf í fríi eða þykjast vera veik heima og nennum ekki að sinna nemendum. Þetta skrifa ég á fimmtudagskvöldi, klukkan að ganga 10 og ég er að fara yfir skýrslur nemenda minna. En nei nei kennarar eru bara aldrei að vinna! Höfundur er sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Ég var nýbyrjuð að starfa sem framhaldsskólakennari þegar við fórum í verkfall árið 2014. Þá fór mikil orka í það að útskýra fyrir fólki að kennarar væru nú í alvöru að vinna eitthvað en ekki alltaf í fríi eða búnir klukkan tvö á daginn. Margir sem ekki hafa unnið við kennslu og hafa einungis setið hinum megin við borðið halda að stundatafla nemenda sé sú sama og stundatafla kennarans. Þannig ef barnið þitt er búið í skólanum klukkan tvö á daginn þá hlýtur kennarinn að vera búinn líka. Mín reynsla af kennarastarfinu er sú að kennslan sjálf þ.e. tíminn þar sem nemendur eru fyrir framan mig er einungis brot af starfinu sjálfu. Líkt og arkitekt sem þarf að fá tíma til að hanna bygginguna eftir fund með viðskiptavini eða lögfræðingur sem þarf að hefja gagnasöfnun og aðra rannsóknarvinnu eftir að hafa hitt skjólstæðing sinn, þurfa kennarar að undirbúa hverja kennslustund með ólíkar þarfir nemenda í huga, fara yfir verkefni, eiga samstarf við aðra kennara og foreldra og margt fleira eftir að nemendur ganga út úr skólanum. Núna erum við aftur komin á þennan stað, að reyna að sannfæra fólk um að við séum raunverulega að vinna. Borgarstjóri heldur til að mynda að við séum alltaf í fríi eða þykjast vera veik heima og nennum ekki að sinna nemendum. Þetta skrifa ég á fimmtudagskvöldi, klukkan að ganga 10 og ég er að fara yfir skýrslur nemenda minna. En nei nei kennarar eru bara aldrei að vinna! Höfundur er sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun