Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 07:29 Frá Tehran, höfuðborg Íran í nótt. AP/Vahid Salemi Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk. Að minnsta kosti tveir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum í Íran í nótt. Talsmaður ísraelska hersins segir að markmiðum árásanna í nótt hafi verið náð. Þá hafa Ísraelar hvatt klerkastjórnina til að svara árásunum ekki frekar og segja að það yrðu mistök. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárás á Íran Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Í staðinn virðist sem Bandaríkjamenn hafi sent háþróað THAAD-loftvarnarkerfi til Ísrael og hermenn en kerfið er sérstaklega hannað til að skjóta niður skotflaugar. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að árásir Ísraela í nótt hafi verið gerðar í sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn hafi ekki komið að þeim með nokkrum hætti. Sjá einnig: „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Hann sagði einnig að Ísraelar hefðu markvisst reynt að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borgara. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í nótt að árásunum væri lokið. “I can now confirm that we have concluded the Israeli response to Iran’s attacks against Israel. We conducted targeted and precise strikes on military targets in Iran — thwarting immediate threats to the State of Israel.”Watch IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari talk about the… pic.twitter.com/1OOss3etpV— Israel Defense Forces (@IDF) October 26, 2024 Rúmlega hundrað flugvélar og drónar Árásirnar í nótt voru að sögn ríkisstjórnar Ísraels svar við árás Írans á Ísrael í síðasta mánuði, þegar tæplega tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael. Yfirvöld í Íran segja árásir hafa verið gerðar í þremur héruðum landsins og að engri ísraelski herflugvél hafi verið flogið inn í lofthelgi landsins. Heimildarmenn New York Times í Ísrael segja rúmlega hundrað herflugvélar og dróna hafa verið notaða til árásanna, sem gerðar voru í þremur áföngum. Í fyrsta áfanganum voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi og ratsjár Írana og bandamanna þeirra í Sýrlandi og í Írak. Eftir það voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi í Íran og þriðja bylgjan er sögð hafa verið gegn eldflaugaverksmiðjum og skotpöllum í Íran. Í þriðju bylgjunni munu árásir hafa verið gerðar á um tuttugu skotmörk í Íran. Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Times of Israel hefur eftir Yair Lapid, einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Ísrael að árásirnar í nótt virðist hafa verið of takmarkaðar. Íranar þyrftu að gjalda dýru gjaldi fyrir árásir þeirra og vígahópa á þeirra vegum á Ísrael. Lýsti hann yfir vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar árásir til að valda efnahagslegum skaða á Íran. Sú ákvörðun að gera það ekki hafi verið röng. „Við gætum og ættum að láta Íran gjalda munu dýrara gjaldi.“ Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Líbanon Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Að minnsta kosti tveir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum í Íran í nótt. Talsmaður ísraelska hersins segir að markmiðum árásanna í nótt hafi verið náð. Þá hafa Ísraelar hvatt klerkastjórnina til að svara árásunum ekki frekar og segja að það yrðu mistök. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárás á Íran Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Í staðinn virðist sem Bandaríkjamenn hafi sent háþróað THAAD-loftvarnarkerfi til Ísrael og hermenn en kerfið er sérstaklega hannað til að skjóta niður skotflaugar. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að árásir Ísraela í nótt hafi verið gerðar í sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn hafi ekki komið að þeim með nokkrum hætti. Sjá einnig: „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Hann sagði einnig að Ísraelar hefðu markvisst reynt að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borgara. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í nótt að árásunum væri lokið. “I can now confirm that we have concluded the Israeli response to Iran’s attacks against Israel. We conducted targeted and precise strikes on military targets in Iran — thwarting immediate threats to the State of Israel.”Watch IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari talk about the… pic.twitter.com/1OOss3etpV— Israel Defense Forces (@IDF) October 26, 2024 Rúmlega hundrað flugvélar og drónar Árásirnar í nótt voru að sögn ríkisstjórnar Ísraels svar við árás Írans á Ísrael í síðasta mánuði, þegar tæplega tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael. Yfirvöld í Íran segja árásir hafa verið gerðar í þremur héruðum landsins og að engri ísraelski herflugvél hafi verið flogið inn í lofthelgi landsins. Heimildarmenn New York Times í Ísrael segja rúmlega hundrað herflugvélar og dróna hafa verið notaða til árásanna, sem gerðar voru í þremur áföngum. Í fyrsta áfanganum voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi og ratsjár Írana og bandamanna þeirra í Sýrlandi og í Írak. Eftir það voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi í Íran og þriðja bylgjan er sögð hafa verið gegn eldflaugaverksmiðjum og skotpöllum í Íran. Í þriðju bylgjunni munu árásir hafa verið gerðar á um tuttugu skotmörk í Íran. Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Times of Israel hefur eftir Yair Lapid, einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Ísrael að árásirnar í nótt virðist hafa verið of takmarkaðar. Íranar þyrftu að gjalda dýru gjaldi fyrir árásir þeirra og vígahópa á þeirra vegum á Ísrael. Lýsti hann yfir vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar árásir til að valda efnahagslegum skaða á Íran. Sú ákvörðun að gera það ekki hafi verið röng. „Við gætum og ættum að láta Íran gjalda munu dýrara gjaldi.“
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Líbanon Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira