Togað hafi verið í stýrið og afturhluti vélar strokið flugbrautina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 10:25 Stél vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum í Indlandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að togað hafi verið í hæðarstýrið eftir að lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt í lendingu, þegar stél á flugvél Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi í fyrra. Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“ Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“
Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45