Markasúpa og dramatík í enska boltanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 16:27 Brentford vann dramatískan sigur í dag. Alex Pantling/Getty Images Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Óhætt er að segja að þrír af þeim hafi boðið upp á dramatík. Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í dag þar sem allt stefndi í sigur heimamanna eftir að Ross Barkley hafði komið Aston Villa yfir á 76. mínútu. Þrátt fyrir að gestirnir hafi ekki beint vaðið í færum tókst Brasilíumanninum Evanilson þó að jafna metin með skalla fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli. Svipaða sögu er að segja af viðureign Brighton og Wolves þar sem Danny Welbeck kom heimamönnum í Brighton yfir á 45. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins, en Evan Ferguson tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok og Brighton-menn því í afar góðum málum. Ryan Ait-Nouri minnkaði hins vegar muninn á 88. mínútu áður en Matheus Cunha fullkomnaði endurkomuna á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur því 2-2. What a comeback 😍 pic.twitter.com/0HKFpppPXY— Wolves (@Wolves) October 26, 2024 Dramatíkin var einnig allsráðandi í viðureign Brentford og Ipswich þar segm nýliðar Ipswich komust í 2-0 með mörkum frá Sammie Szmodics og George Hirst. Yoane Wissa minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn stuttu fyrit hálfleik áður en Harry Clarke varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma og staðan í hálfleik því 2-2. Snemma í síðari hálfleik kom Bryan Mbuemo heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum eftir að áðurnefndur Harry Clarke hafði brotið af sér innan vítateigs. Clarke kórónaði svo ömurlegan leik sinn á 69. mínútu með því að næla sér í sitt annað ula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að jafna metin á 86. mínútu þegar Liam Delap kom boltanum í netið, en Bryan Mbuemo reyndist hins vegar hetja heimamanna þegar hann tryggði Brentford sigurinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma. Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Sjá meira
Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í dag þar sem allt stefndi í sigur heimamanna eftir að Ross Barkley hafði komið Aston Villa yfir á 76. mínútu. Þrátt fyrir að gestirnir hafi ekki beint vaðið í færum tókst Brasilíumanninum Evanilson þó að jafna metin með skalla fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli. Svipaða sögu er að segja af viðureign Brighton og Wolves þar sem Danny Welbeck kom heimamönnum í Brighton yfir á 45. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins, en Evan Ferguson tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok og Brighton-menn því í afar góðum málum. Ryan Ait-Nouri minnkaði hins vegar muninn á 88. mínútu áður en Matheus Cunha fullkomnaði endurkomuna á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur því 2-2. What a comeback 😍 pic.twitter.com/0HKFpppPXY— Wolves (@Wolves) October 26, 2024 Dramatíkin var einnig allsráðandi í viðureign Brentford og Ipswich þar segm nýliðar Ipswich komust í 2-0 með mörkum frá Sammie Szmodics og George Hirst. Yoane Wissa minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn stuttu fyrit hálfleik áður en Harry Clarke varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma og staðan í hálfleik því 2-2. Snemma í síðari hálfleik kom Bryan Mbuemo heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum eftir að áðurnefndur Harry Clarke hafði brotið af sér innan vítateigs. Clarke kórónaði svo ömurlegan leik sinn á 69. mínútu með því að næla sér í sitt annað ula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að jafna metin á 86. mínútu þegar Liam Delap kom boltanum í netið, en Bryan Mbuemo reyndist hins vegar hetja heimamanna þegar hann tryggði Brentford sigurinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma.
Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Sjá meira