Gestirnir í Fulham voru heldur líklegri í leik dagsins og fengu sín færi til að brjóta ísinn. Það tókst loksins á 61. mínútu þegar Alex Iwobi kom boltanum í netið gegn sínu gamla félagi.
Heimamenn í Everton reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin á lokamínútunum og það bar loksins árangur á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar varamaðurinn Beto skallaði boltann í netið.
Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Everton er nú með níu stig eftir níu leiki í 15. sæti deildarinnar, þremur stigum minna en Fulham sem situr í tíunda sæti.