Loksins, Gunnar Bragi! Einar G. Harðarson skrifar 28. október 2024 06:31 Mörgum hefur eflaust þótt eitthvað um að sjá Gunnar Braga í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Hvers vegna? Jú m.a. af þeirri einföldu ástæðu að Gunnar Bragi var hluti af þeim þingmönnum sem sátu að sumbli á bar og samræður þeirra sem engir utanaðkomandi áttu að heyra voru teknar upp. Einkasamræður á milli fárra einstaklinga. Sem síðar voru birtar í fjölmiðlum, sjónvarpi og að auki fluttar óbreyttar í Borgarleikhúsinu, leikhúsi Reykvíkinga. Til hvers? Jú, til að meiða og kóróna það svo með sýningu í leikhúsi borgarbúa? Þessi aðferð er þekkt þegar koma á höggi á einhvern sem ekki er hægt að koma höggi á með öðrum hætti og hefur henni oft verið beitt. Slíkt hefur alltaf haft sömu áhrif. Tekið er upp samtal eða atvik um viðkvæm mál í leyni og þau síðan birt. Eftir því sem einstaklingurinn eða hópurinn er þekktari — því betri tíma í sjónvarpi eða pláss á forsíðum blaða fær málið. Upptaka sem sýnir háttsettan mann leggja í stæði fatlaðra eða greiða ekki í stöðumæli hefur leitt til afsagnar viðkomandi úr embætti svo ekki sé minnst á framhjáhald sem næst á mynd. Þessi aðferð er kunnugleg og augljóslega vel þekkt þeim aðilum sem að upptökunni stóðu. Flestir telja ekki leika vafa á að þessi upptaka var skipulögð og ólögleg. Það er bein og ófyrirleitin aðför að lýðræðinu. Sigmundur Davíð segist vita hver stóð að upptökunni. Kannski er best að láta það liggja því margir hafa verið meiddir í þessu máli. Í stríði gilda Genfarsamningarnir um hvernig fara skuli með stríðsfanga en njósnarar sem eru gripnir eru leiddir beint að gráa veggnum og skotnir. Þarna var óumdeilanlega um njósnir að ræða. Ef refsa á einstaklingum sem segja orð í einkasamtali og eru ekki sögð til að meiða, en meiða engu að síður þar sem þau eru tekin upp, birt og gerð opinber þar sem þau vitandi meiða ... hver ber þá sökina? Við höfum lög til að halda uppi réttlæti en sumt fólk telur sig yfir þau hafið í nafni rétttrúnaðar. Að meiða á kostnað annarra. Þetta mál kemur í raun ekki persónunni Gunnari Braga við eða annarra á umræddum bar. Þetta kemur við alla þjóðina og á hvaða vegferð hún er. Það sem hlýtur að vera verst er dómgreindarleysi Alþingismanna. Að þeir skuli hafa leyft sér að taka málið fyrir í siðanefnd Alþingis og brjóta þannig stjórnarskrá Íslands. Hér á jú að vera málfrelsi, a.m.k. í einkasamræðum! Að auki tel ég að fæstir muni hvað sagt var í þessum upptökum nema þá einstaka langræknir aðilar. Alþingi á að biðja þessa einstaklinga afsökunar og um leið Geir Haarde fyrir eingöngu að sinna starfi sínu. Hugsun Voltaire var lýst með þessi setning: „Ég er ósammála skoðun þinni en ég myndi verja með lífi mínu rétt þinn til að segja hana.“ Fólk á Íslandi sem hefur greindarvísitölu í eða yfir meðallagi sér hvernig þjóðfélagsástand hefur orðið með Woke og #MeToo stefnurnar. Réttlætið á að vera eftirsótt. Því höfum við réttarríki, lög og reglur. En slíkt er fótum troðið. Fólk sem segist ekki ætla að kjósa Miðflokkinn út af þessu máli gerir sig að hálfgerðu athlægi fyrir að vera svo sneytt skynsemi og réttlætiskennd. Enda er Miðflokkurinn viðurkenndur í dag sem stjórnmálaafl með fullan rétt og ætti ekki bara að fá fjölda atkvæða landsmanna heldur að verða leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum með forsætisráðuneytið undir sínum hatti. Kristrún Frostadóttir í Samfylkingunni hefur einnig með málflutningi sínum vakið upp spurningar með ummælum sínum um Woke-ismann. Yfirgangurinn og rétttrúnaðurinn er slíkur að maður spyr hvort í landinu búi tvær þjóðir? Það er ekki hægt að samsama sig því fólki sem finnst rétt í lýðræðisríki að svipta fólk lífsviðurværi og tilverurétti fyrir það eitt að segja nokkur orð. Höfundur er fasteignasali Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einar G. Harðarson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mörgum hefur eflaust þótt eitthvað um að sjá Gunnar Braga í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Hvers vegna? Jú m.a. af þeirri einföldu ástæðu að Gunnar Bragi var hluti af þeim þingmönnum sem sátu að sumbli á bar og samræður þeirra sem engir utanaðkomandi áttu að heyra voru teknar upp. Einkasamræður á milli fárra einstaklinga. Sem síðar voru birtar í fjölmiðlum, sjónvarpi og að auki fluttar óbreyttar í Borgarleikhúsinu, leikhúsi Reykvíkinga. Til hvers? Jú, til að meiða og kóróna það svo með sýningu í leikhúsi borgarbúa? Þessi aðferð er þekkt þegar koma á höggi á einhvern sem ekki er hægt að koma höggi á með öðrum hætti og hefur henni oft verið beitt. Slíkt hefur alltaf haft sömu áhrif. Tekið er upp samtal eða atvik um viðkvæm mál í leyni og þau síðan birt. Eftir því sem einstaklingurinn eða hópurinn er þekktari — því betri tíma í sjónvarpi eða pláss á forsíðum blaða fær málið. Upptaka sem sýnir háttsettan mann leggja í stæði fatlaðra eða greiða ekki í stöðumæli hefur leitt til afsagnar viðkomandi úr embætti svo ekki sé minnst á framhjáhald sem næst á mynd. Þessi aðferð er kunnugleg og augljóslega vel þekkt þeim aðilum sem að upptökunni stóðu. Flestir telja ekki leika vafa á að þessi upptaka var skipulögð og ólögleg. Það er bein og ófyrirleitin aðför að lýðræðinu. Sigmundur Davíð segist vita hver stóð að upptökunni. Kannski er best að láta það liggja því margir hafa verið meiddir í þessu máli. Í stríði gilda Genfarsamningarnir um hvernig fara skuli með stríðsfanga en njósnarar sem eru gripnir eru leiddir beint að gráa veggnum og skotnir. Þarna var óumdeilanlega um njósnir að ræða. Ef refsa á einstaklingum sem segja orð í einkasamtali og eru ekki sögð til að meiða, en meiða engu að síður þar sem þau eru tekin upp, birt og gerð opinber þar sem þau vitandi meiða ... hver ber þá sökina? Við höfum lög til að halda uppi réttlæti en sumt fólk telur sig yfir þau hafið í nafni rétttrúnaðar. Að meiða á kostnað annarra. Þetta mál kemur í raun ekki persónunni Gunnari Braga við eða annarra á umræddum bar. Þetta kemur við alla þjóðina og á hvaða vegferð hún er. Það sem hlýtur að vera verst er dómgreindarleysi Alþingismanna. Að þeir skuli hafa leyft sér að taka málið fyrir í siðanefnd Alþingis og brjóta þannig stjórnarskrá Íslands. Hér á jú að vera málfrelsi, a.m.k. í einkasamræðum! Að auki tel ég að fæstir muni hvað sagt var í þessum upptökum nema þá einstaka langræknir aðilar. Alþingi á að biðja þessa einstaklinga afsökunar og um leið Geir Haarde fyrir eingöngu að sinna starfi sínu. Hugsun Voltaire var lýst með þessi setning: „Ég er ósammála skoðun þinni en ég myndi verja með lífi mínu rétt þinn til að segja hana.“ Fólk á Íslandi sem hefur greindarvísitölu í eða yfir meðallagi sér hvernig þjóðfélagsástand hefur orðið með Woke og #MeToo stefnurnar. Réttlætið á að vera eftirsótt. Því höfum við réttarríki, lög og reglur. En slíkt er fótum troðið. Fólk sem segist ekki ætla að kjósa Miðflokkinn út af þessu máli gerir sig að hálfgerðu athlægi fyrir að vera svo sneytt skynsemi og réttlætiskennd. Enda er Miðflokkurinn viðurkenndur í dag sem stjórnmálaafl með fullan rétt og ætti ekki bara að fá fjölda atkvæða landsmanna heldur að verða leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum með forsætisráðuneytið undir sínum hatti. Kristrún Frostadóttir í Samfylkingunni hefur einnig með málflutningi sínum vakið upp spurningar með ummælum sínum um Woke-ismann. Yfirgangurinn og rétttrúnaðurinn er slíkur að maður spyr hvort í landinu búi tvær þjóðir? Það er ekki hægt að samsama sig því fólki sem finnst rétt í lýðræðisríki að svipta fólk lífsviðurværi og tilverurétti fyrir það eitt að segja nokkur orð. Höfundur er fasteignasali
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun