Um „orðskrípið“ inngildingu Kjartan Þór Ingason skrifar 28. október 2024 10:16 Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun