Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2024 11:32 Dwyane Wade við styttuna umdeildu fyrir utan heimavöll Miami Heat. getty/Carmen Mandato Dwyane Wade kveðst ánægður með styttuna af sér sem var afhjúpuð fyrir utan heimavöll Miami Heat. Styttan þykir ekkert sérstaklega lík honum. Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir. NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir.
NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira