Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 16:24 Hluti af S-300 loftvarnarkerfi á sýningu í Rússlandi. Íranar áttu fjögur slík en þeim mun öllum hafa verið grandað af Ísraelum. Getty Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna. Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira