Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. október 2024 18:47 Myndin er frá sjókví í Reyðarfirði fyrir austan. Vísir/Arnar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi hluta af rekstrarleyfi sem MAST gaf út í febrúar til Arctic Sea Farm fyrir sjókvíaeldi á þremur svæðum í Ísafjarðardjúpi, Arnarnesi, Kirkjusundi og Sandeyri. Leyfið í Arnarnesi og Kirkjusundi var afturkallað en stendur við Kirkjusund. Rekstrarleyfi til fiskeldis á öðrum þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík, sem gefið var út til Arnarlax í maí síðastliðnum, var einnig afturkallað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Arctic Sea Farm fékk leyfi þann 29. febrúar síðastliðinn fyrir 8000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og laxi í Ísafjarðardjúpi í Arnarnesi, Kirkjusandi og Sandeyri, og þar af 5200 tonnum af frjóum laxi. Arnarlax fékk þann 21. maí síðastliðinn rekstrarleyfi fyrir 10,000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi á þremur svæðum, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík. Leyfið fyrir eldið við Sandeyri stendur óraskað en önnur voru felld úr gildi. Þá var endurnýjað rekstrarleyfi MAST fyrir 7800 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Patreks- og Tálknafirði ekki afturkallað, eins og gerð var krafa um. Neikvæð áhrif á siglingaöryggi og engin undanþága frá fjarlægðarviðmiðum Hvað varðar svæðið við Óshlíð taldi úrskurðarnefndin að ekki yrði litið hjá svo afdráttarlausri neikvæðri afstöðu til áhrifa á siglingaöryggi sem finna mætti í áhættumati fyrir svæðið, en skipaumferð þar væri umtalsverð. Ekki hafi verið skilyrði til að gefa út rekstrarleyfi sem heimili fiskeldi á svæðinu við Óshlíð. Í Ísafjarðardjúpi eru sérstakar aðstæður, þar sem fleiri starfandi rekstraraðilar eru þar samtímis en í öðrum fjörðum og hafsvæðum hér við land. Þrátt fyrir það segir að í áliti úrskurðarnefndarinnar yrði ekki ráðið af greinargerð MAST að nokkurt heildstætt vegið mat hefði farið fram á þeirri auknu áhættu af útbreiðslu dýrasjúkdóma og sníkjudýra sem leitt gæti af því að veita greinda undanþágu frá þeirri viðmiðun um 5 km fjarlægðar milli ótengra aðila. „Yrði af þeirri ástæðu og með vísan til þeirra ríku skyldna sem hvíla á Matvælastofnun við útgáfu leyfa til framkvæmdar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum, að fella ákvarðanir úr gildi hvað varðar þau tvö eldissvæði í leyfi til Arctic Sea Farm, þ.e. Arnarnes og Kirkjusund og leyfi Arnarlax að öllu leyti,“ segir í tilkynningu MAST. Hefur ekki markverð áhrif á rekstur félagsins Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að ákvörðunin hafi ekki markverð áhrif á rekstur og horfur félagsins, leyfilegur lífmassi verði áfram sá sami, eða 8000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Notkun eldissvæðanna við Arnarnes og Kirkjusund hafi verið bundin ýmsum skilyrðum í leyfinu sem var fellt úr gildi, en MAST muni nú taka leyfið til umfjöllunar að nýju. Matvælastofnun muni nú rannsaka betur skilyrði fyrir útgáfu leyfanna við Arnarnes og Kirkjusund. Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Arctic Sea Farm fékk leyfi þann 29. febrúar síðastliðinn fyrir 8000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og laxi í Ísafjarðardjúpi í Arnarnesi, Kirkjusandi og Sandeyri, og þar af 5200 tonnum af frjóum laxi. Arnarlax fékk þann 21. maí síðastliðinn rekstrarleyfi fyrir 10,000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi á þremur svæðum, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík. Leyfið fyrir eldið við Sandeyri stendur óraskað en önnur voru felld úr gildi. Þá var endurnýjað rekstrarleyfi MAST fyrir 7800 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Patreks- og Tálknafirði ekki afturkallað, eins og gerð var krafa um. Neikvæð áhrif á siglingaöryggi og engin undanþága frá fjarlægðarviðmiðum Hvað varðar svæðið við Óshlíð taldi úrskurðarnefndin að ekki yrði litið hjá svo afdráttarlausri neikvæðri afstöðu til áhrifa á siglingaöryggi sem finna mætti í áhættumati fyrir svæðið, en skipaumferð þar væri umtalsverð. Ekki hafi verið skilyrði til að gefa út rekstrarleyfi sem heimili fiskeldi á svæðinu við Óshlíð. Í Ísafjarðardjúpi eru sérstakar aðstæður, þar sem fleiri starfandi rekstraraðilar eru þar samtímis en í öðrum fjörðum og hafsvæðum hér við land. Þrátt fyrir það segir að í áliti úrskurðarnefndarinnar yrði ekki ráðið af greinargerð MAST að nokkurt heildstætt vegið mat hefði farið fram á þeirri auknu áhættu af útbreiðslu dýrasjúkdóma og sníkjudýra sem leitt gæti af því að veita greinda undanþágu frá þeirri viðmiðun um 5 km fjarlægðar milli ótengra aðila. „Yrði af þeirri ástæðu og með vísan til þeirra ríku skyldna sem hvíla á Matvælastofnun við útgáfu leyfa til framkvæmdar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum, að fella ákvarðanir úr gildi hvað varðar þau tvö eldissvæði í leyfi til Arctic Sea Farm, þ.e. Arnarnes og Kirkjusund og leyfi Arnarlax að öllu leyti,“ segir í tilkynningu MAST. Hefur ekki markverð áhrif á rekstur félagsins Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að ákvörðunin hafi ekki markverð áhrif á rekstur og horfur félagsins, leyfilegur lífmassi verði áfram sá sami, eða 8000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Notkun eldissvæðanna við Arnarnes og Kirkjusund hafi verið bundin ýmsum skilyrðum í leyfinu sem var fellt úr gildi, en MAST muni nú taka leyfið til umfjöllunar að nýju. Matvælastofnun muni nú rannsaka betur skilyrði fyrir útgáfu leyfanna við Arnarnes og Kirkjusund.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36