Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 18:17 Shaw snýr ekki aftur á völlinn í bráð og getur því nýtt tímann í ræktinni. Charlotte Tattersall/Getty Images Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, hefur lent í enn einu bakslaginu og verður lengur frá keppni en spáð var til um. Upprunalega átti hann að snúa aftur í september, svo október en nú er alls óljóst hvenær þessi meiðslahrjáði leikmaður mun snúa aftur á völlinn. Hinn 29 ára gamli Shaw var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og spilaði aðeins 15 leiki fyrir Man United í öllum keppnum. Hans síðasti leikur var gegn Luton Town þann 18. febrúar en samt sem áður var hann valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar. Þar kom hann við sögu í útsláttarkeppninni þegar England fór alla leið í úrslit en mátti svo þola tap gegn Spáni í úrslitum. Shaw meiddist síðan á kálfa á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu á leiktíðinni. Upphaflega var talið að hann myndi snúa aftur í september en það kom bakslag og þá var talið að hann gæti snúið aftur í október. Aftur kom bakslag og nú er alls óvíst hvenær hann snýr aftur. Þjálfarinn Erik ten Hag, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni, sagði í aðdraganda leiksins gegn West Ham United um síðustu helgi að Man United þyrfti að fara varlega með Shaw vegna meiðslasögu hans. Eftir skelfilegt fótbrot á sínu fyrsta tímabili með félaginu hefur hann glímt við ýmiskonar meiðsli. Ten Hag talaði þó um Shaw sem mikilvægan leikmann og að félagið yrði að vera þolinmótt svo leikmaðurinn gæti nú verið upp á sitt besta þegar hann loks snýr aftur. Með Shaw á meiðslalistanum eru þeir Noussair Mazraoui, Antony, Leny Yoro, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Harry Maguire. Hvað Ten Hag varðar þá verður hann ekki á hliðarlínunni þegar Shaw loks snýr aftur, hvenær sem það verður, þar sem hann var rekinn eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi. Ruud van Nistelrooy mun stýra Rauðu djöflunum þegar Leicester City kemur í heimsókn annað kvöld í deildarbikarnum. Það er síðan talið næsta öruggt að Rúben Amorim, núverandi þjálfari Sporting, taki við Man United á næstu dögum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Shaw var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og spilaði aðeins 15 leiki fyrir Man United í öllum keppnum. Hans síðasti leikur var gegn Luton Town þann 18. febrúar en samt sem áður var hann valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar. Þar kom hann við sögu í útsláttarkeppninni þegar England fór alla leið í úrslit en mátti svo þola tap gegn Spáni í úrslitum. Shaw meiddist síðan á kálfa á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu á leiktíðinni. Upphaflega var talið að hann myndi snúa aftur í september en það kom bakslag og þá var talið að hann gæti snúið aftur í október. Aftur kom bakslag og nú er alls óvíst hvenær hann snýr aftur. Þjálfarinn Erik ten Hag, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni, sagði í aðdraganda leiksins gegn West Ham United um síðustu helgi að Man United þyrfti að fara varlega með Shaw vegna meiðslasögu hans. Eftir skelfilegt fótbrot á sínu fyrsta tímabili með félaginu hefur hann glímt við ýmiskonar meiðsli. Ten Hag talaði þó um Shaw sem mikilvægan leikmann og að félagið yrði að vera þolinmótt svo leikmaðurinn gæti nú verið upp á sitt besta þegar hann loks snýr aftur. Með Shaw á meiðslalistanum eru þeir Noussair Mazraoui, Antony, Leny Yoro, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Harry Maguire. Hvað Ten Hag varðar þá verður hann ekki á hliðarlínunni þegar Shaw loks snýr aftur, hvenær sem það verður, þar sem hann var rekinn eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi. Ruud van Nistelrooy mun stýra Rauðu djöflunum þegar Leicester City kemur í heimsókn annað kvöld í deildarbikarnum. Það er síðan talið næsta öruggt að Rúben Amorim, núverandi þjálfari Sporting, taki við Man United á næstu dögum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Sjá meira