Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2024 07:12 Neymar hefur spilað 128 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim 79 mörk. Vísir/Getty Images Kaup brasilíska knattspyrnumannsins Neymar á glæsivillu í Flórída á þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna hafa ýtt undir þær sögusagnir að Brasilíumaðurinn gæti orðið samherji Lionel Messi hjá Inter Miami áður en langt um líður. Hinn 32 ára gamli Neymar spilar í dag fyrir Al Hilal í Sádi-Arabíu og sneri nýverið aftur á völlinn eftir næstum ár frá keppni eftir að hann sleit krossband í hné. Hann samdi við Al Hilal í ágúst á síðasta ári eftir sex ár hjá París Saint-Germain þar sem hann spilaði með Messi. Þeir spiluðu einnig saman hjá Barcelona þar áður. Neymar skrifaði undir tveggja ára samning í Sádi-Arabíu og verður því samningslaus í ágúst á næsta ári. Litlar sem engar líkur eru taldar á því að Neymar framlengi samning sinn við Al Hilal. Nú hefur hann keypt rándýra eign í Bal Harbour-hverfinu á Miami. Þar býr meðal annars Micky Arison, eigandi NBA-liðsins Miami Heat. Þá sagði Neymar fyrr á þessu ári að hann myndi vilja spila með Messi á nýjan leik. Exclusive: Brazilian soccer star Neymar has purchased a piece of waterfront land in Miami for $26 million amid speculation he may be joining the Major League Soccer team Inter Miami https://t.co/NRnwCyIHaF— The Wall Street Journal (@WSJ) October 28, 2024 „Vonandi getum við spilað saman á ný. Leo er frábær persóna, það þekkja hann allir og ég tel hann mjög glaðan. Ef hann er glaður er ég glaður,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN í mars síðastliðnum. Fari svo að Neymar myndi ganga í raðir Inter Miami þá yrði hann enn einn fyrrverandi leikmaður Barcelona sem ákveður að venda kvæði sínu í kross og flytja til Bandaríkjanna. Ásamt Messi eru Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allir á mála hjá félaginu sem er komið með annan fótinn í undanúrslit MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Neymar spilar í dag fyrir Al Hilal í Sádi-Arabíu og sneri nýverið aftur á völlinn eftir næstum ár frá keppni eftir að hann sleit krossband í hné. Hann samdi við Al Hilal í ágúst á síðasta ári eftir sex ár hjá París Saint-Germain þar sem hann spilaði með Messi. Þeir spiluðu einnig saman hjá Barcelona þar áður. Neymar skrifaði undir tveggja ára samning í Sádi-Arabíu og verður því samningslaus í ágúst á næsta ári. Litlar sem engar líkur eru taldar á því að Neymar framlengi samning sinn við Al Hilal. Nú hefur hann keypt rándýra eign í Bal Harbour-hverfinu á Miami. Þar býr meðal annars Micky Arison, eigandi NBA-liðsins Miami Heat. Þá sagði Neymar fyrr á þessu ári að hann myndi vilja spila með Messi á nýjan leik. Exclusive: Brazilian soccer star Neymar has purchased a piece of waterfront land in Miami for $26 million amid speculation he may be joining the Major League Soccer team Inter Miami https://t.co/NRnwCyIHaF— The Wall Street Journal (@WSJ) October 28, 2024 „Vonandi getum við spilað saman á ný. Leo er frábær persóna, það þekkja hann allir og ég tel hann mjög glaðan. Ef hann er glaður er ég glaður,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN í mars síðastliðnum. Fari svo að Neymar myndi ganga í raðir Inter Miami þá yrði hann enn einn fyrrverandi leikmaður Barcelona sem ákveður að venda kvæði sínu í kross og flytja til Bandaríkjanna. Ásamt Messi eru Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allir á mála hjá félaginu sem er komið með annan fótinn í undanúrslit MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira