Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 19:36 Garðar Ingi Sindrason var með markahærri mönnum FH í kvöld. Vísir/Anton Brink FH mátti þola fjögurra marka tap gegn Sävehof ytra í Evrópudeild karla í handbolta, lokatölur 30-26. FH mætti með sjálfstraustið í lagi eftir frábæran fjögurra marka sigur á Svíunum í síðustu umferð H-riðils. Tapið í Kaplakrika var leikmönnum Sävehof því ofarlega í huga og engar líkur á vanmati í leik kvöldsins. Framan af leik má segja að þarna hafi stálin stinn mæst, liðin héldust í hendur allt þangað til það voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan þá 13-13 en heimamenn skoruðu þrjú mörk í röð og voru því þremur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst FH-ingum aldrei að vinna upp þennan þriggja marka mun þrátt fyrir að ná að minnka muninn niður í aðeins eitt mark um miðbik hálfleiksins. Á endanum fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 30-26. Gustaf Wedberg, Isak Jogvan Djurhuus Vedelsbøl og Oli Mittun voru markahæstir hjá Sävehof með fimm mörk hver. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Þar á eftir komu Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hver. Í markinu vörðu Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason samtals níu skot. Í hinum leik kvöldsins i H-riðli vann franska liðið Toulouse lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með eins marks mun, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach. Guðjón Valur þegar Gummersbach sótti FH heim.Vísir/Anton Brink Staðan er svo þannig eftir fjórar umferðir að Gummersbach og Toulouse eru með sex stig þökk sé þremur sigrum og einu tapi á lið til þessa. Sävehof og FH eru svo með tvö stig eftir einn sigur en Hafnfirðingar sitja hins vegar á botninum sem stendur á markatölu. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
FH mætti með sjálfstraustið í lagi eftir frábæran fjögurra marka sigur á Svíunum í síðustu umferð H-riðils. Tapið í Kaplakrika var leikmönnum Sävehof því ofarlega í huga og engar líkur á vanmati í leik kvöldsins. Framan af leik má segja að þarna hafi stálin stinn mæst, liðin héldust í hendur allt þangað til það voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan þá 13-13 en heimamenn skoruðu þrjú mörk í röð og voru því þremur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst FH-ingum aldrei að vinna upp þennan þriggja marka mun þrátt fyrir að ná að minnka muninn niður í aðeins eitt mark um miðbik hálfleiksins. Á endanum fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 30-26. Gustaf Wedberg, Isak Jogvan Djurhuus Vedelsbøl og Oli Mittun voru markahæstir hjá Sävehof með fimm mörk hver. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Þar á eftir komu Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hver. Í markinu vörðu Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason samtals níu skot. Í hinum leik kvöldsins i H-riðli vann franska liðið Toulouse lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með eins marks mun, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach. Guðjón Valur þegar Gummersbach sótti FH heim.Vísir/Anton Brink Staðan er svo þannig eftir fjórar umferðir að Gummersbach og Toulouse eru með sex stig þökk sé þremur sigrum og einu tapi á lið til þessa. Sävehof og FH eru svo með tvö stig eftir einn sigur en Hafnfirðingar sitja hins vegar á botninum sem stendur á markatölu.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira