Biden í bobba eftir ummæli um rusl Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2024 07:12 Tilraun Bidens til að blanda sér í ruslumræðuna hefur komið demókrötum í bobba. Chip Somodevilla/Getty Images Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. Baráttan hefur verið óvenju hörð og stór orð hafa verið látin falla. Mikla athygli vakti á dögunum þegar fremur óþekktur grínisti kom fram á fundi með Donald Trump í New York á dögunum þar sem hann líkti eyjunni Puerto Rico við ruslahaug. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum og frambjóðendur demókrata nýttu sér þau til að gagnrýna orðræðu Trump og hans stuðningsmanna í garð innflytjenda. Joe Biden forseti og fyrrverandi frambjóðandi blandaði sér svo í slaginn í gærkvöldi með ummælum sem eru þó ekki talin koma Kamölu Harris sérstaklega vel. Í stuttu myndskeiði sést hann gagnrýna ummælin harðlega og segist ekki kannast við rusl í tengslum við fólk frá Puerto Rico. Eina ruslið sem hann sjái séu stuðningsmenn Trumps, virðist hann segja. Þessi ummæli forsetans hafa síðan aftur vakið gríðarlega hörð viðbrögð hjá Repúblikönum sem hafa hamast á forsetanum aldna. JD Vance varaforsetaefni Trump segir að með þessum ummælum hafi Biden ráðist að helmingi Bandaríkjamanna og Trump sjálfur vék að ummælunum á kosningafundi í Pennsylvaníu. Hann hæddist síðan að forsetanum aldna og bað stuðningsmenn sína um að fyrirgefa honum, þar sem hann vissi ekki hvað hann væri að segja. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Baráttan hefur verið óvenju hörð og stór orð hafa verið látin falla. Mikla athygli vakti á dögunum þegar fremur óþekktur grínisti kom fram á fundi með Donald Trump í New York á dögunum þar sem hann líkti eyjunni Puerto Rico við ruslahaug. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum og frambjóðendur demókrata nýttu sér þau til að gagnrýna orðræðu Trump og hans stuðningsmanna í garð innflytjenda. Joe Biden forseti og fyrrverandi frambjóðandi blandaði sér svo í slaginn í gærkvöldi með ummælum sem eru þó ekki talin koma Kamölu Harris sérstaklega vel. Í stuttu myndskeiði sést hann gagnrýna ummælin harðlega og segist ekki kannast við rusl í tengslum við fólk frá Puerto Rico. Eina ruslið sem hann sjái séu stuðningsmenn Trumps, virðist hann segja. Þessi ummæli forsetans hafa síðan aftur vakið gríðarlega hörð viðbrögð hjá Repúblikönum sem hafa hamast á forsetanum aldna. JD Vance varaforsetaefni Trump segir að með þessum ummælum hafi Biden ráðist að helmingi Bandaríkjamanna og Trump sjálfur vék að ummælunum á kosningafundi í Pennsylvaníu. Hann hæddist síðan að forsetanum aldna og bað stuðningsmenn sína um að fyrirgefa honum, þar sem hann vissi ekki hvað hann væri að segja.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15