Mælum með Hafþór Reynisson skrifar 30. október 2024 14:32 Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun