Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 14:51 Eldri maður heldur á georgíska fánanum og fána Evrópusambandsins á mótmælum stjórnarandstöðunnar gegn kosningaúrslitunum í Tblisi á mánudag, 28. október 2024. Þúsundir manna mótmæltu fyrir utan þinghúsið. AP/Zurab Tsertsvadze Saksóknarar í Georgíu segjast nú rannsaka ásakanir stjórnarandstöðunnar í landinu um að úrslitum þingkosninga sem fóru fram um helgina hafi verið hagrætt. Stjórnarandstaðan og forseti landsins viðurkenna ekki úrslitin. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, 54 prósent atkvæða þrátt fyrir að útgönguspár hafi bent til sigurs stjórnarandstöðunnar. Salome Zourabicvili, forseti, hefur haldið því fram að úrslitin hafi verið fölsuð en hún hefur ekki lagt fram sannanir fyrir því. Embætti ríkissaksóknara sagðist í dag hafa boðað Zourabichvili til skýrslutöku á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin hefði verið opnuð að beiðni yfirkjörstjórnar landsins en hún heldur því fram að kosningarnar hafi farið vel fram. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að ríkissaksóknari ætlaði ekki að skipa óháðan rannsakanda í ljósi þess að yfirmaður embættisins var skipaður af þingmeirihluta Georgíska draumsins. Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að dæmi hafi verið um að kjósendum hefði verið ógnað eða þeim mútað og að kjörkassar hafi verið fylltir með atkvæðum sem hefðu getað haft áhrif á úrslitin. Þeir fullyrtu þó ekki að úrslitunum hefði verið hagrætt. Kosningunum um helgina var stillt upp sem vali kjósenda á milli afturhvarfs fyrru sovétlýðveldisins í faðm Rússlands undir Georgíska draumnum annars vegar eða aukins samstarfs til vesturs hins vegar. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en umsóknin var fryst eftir að Georgíski draumurinn kom í gegn lögum sem þrengja verulega að fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum fyrr á þessu ári. Þá hét stofnandi Georgíska draumsins því fyrir kosningar að banna stjórnarandstöðuna í landinu næði flokkur hans meirihluta á þingi. Georgía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Samkvæmt opinberum tölum hlaut Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, 54 prósent atkvæða þrátt fyrir að útgönguspár hafi bent til sigurs stjórnarandstöðunnar. Salome Zourabicvili, forseti, hefur haldið því fram að úrslitin hafi verið fölsuð en hún hefur ekki lagt fram sannanir fyrir því. Embætti ríkissaksóknara sagðist í dag hafa boðað Zourabichvili til skýrslutöku á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin hefði verið opnuð að beiðni yfirkjörstjórnar landsins en hún heldur því fram að kosningarnar hafi farið vel fram. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að ríkissaksóknari ætlaði ekki að skipa óháðan rannsakanda í ljósi þess að yfirmaður embættisins var skipaður af þingmeirihluta Georgíska draumsins. Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að dæmi hafi verið um að kjósendum hefði verið ógnað eða þeim mútað og að kjörkassar hafi verið fylltir með atkvæðum sem hefðu getað haft áhrif á úrslitin. Þeir fullyrtu þó ekki að úrslitunum hefði verið hagrætt. Kosningunum um helgina var stillt upp sem vali kjósenda á milli afturhvarfs fyrru sovétlýðveldisins í faðm Rússlands undir Georgíska draumnum annars vegar eða aukins samstarfs til vesturs hins vegar. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en umsóknin var fryst eftir að Georgíski draumurinn kom í gegn lögum sem þrengja verulega að fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum fyrr á þessu ári. Þá hét stofnandi Georgíska draumsins því fyrir kosningar að banna stjórnarandstöðuna í landinu næði flokkur hans meirihluta á þingi.
Georgía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03