„Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. október 2024 21:34 Ísak Wium er þjálfari ÍR í Bónus-deildinni. Vísir/Pawel Ísak Wium þjálfari ÍR sagði lengsta góða kafla liðsins í vetur ekki hafa dugað gegn Álftnesingum í kvöld. ÍR tapaði sínum fimmta leik í röð eftir skelfilegan fjórða leikhluta. „Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
„Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira