„Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 31. október 2024 21:56 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með annan sigur liðsins í röð. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Val í 5. umferð Bónus deild karla í IceMar-höllinni í kvöld. Bæði lið hafa verið á mikilli siglingu en það voru heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur með sjö stigum í kvöld 101-94. „Fyrst þá er ég mjög ánægður með tvö stig og annan sigurinn í röð hérna án Dwayne Lautier og með virklega flottu framlagi frá strákunum sem að komu af bekknum. Við vorum að finna lausnir og sýna á löngum köflum virkilega mikil gæði á báðum endum vallarins. Það er það sem ég er ánægður með.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Ég viðurkenni líka að ég er alveg einstaklega pirraður yfir hvað við duttum á lágt plan hérna á kafla í seinni hálfleik. Heimskar ákvarðanir og við aftengjum okkur einhvernveginn. Það er eitthvað sem ég verð að vinna í.“ Njarðvíkingar voru eins og Rúnar Ingi kom inná án Dwayne Lautier-Ogunleye sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins. Einhverjir höfðu áhyggjur af sóknarleik liðsins í upphafi tímabils og þá sérstaklega ef það myndi vanta sterkan póst eins og Dwayne Lautier. „Þetta snýst mikið um það sem við erum að gera hérna inni og hvernig við finnum okkar styrkleika. Ég er að garga á suma að standa bara á ákveðnum stöðum og grípa og skjóta, gera einföldu hlutina á meðan aðrir eru mikið með boltann í höndunum. Menn hafa sín hlutverk og eru bara góðir í þeim.“ Njarðvík skoraði 101 stig gegn Val í sigrinum í kvöld og má segja að þetta hafi að einhverju leyti verið „statement sigur“. „Við töluðum um það að vinna Íslandsmeistara Vals hérna á heimavelli og ná að stjórna tempóinu í leiknum án Dwayne, það væri statement og myndi þroska okkur að þurfa stíga upp og díla við öðruvísi leikmenn en við vorum að gera og betra lið eða betri einstaklings gæði heldur en við gerðum í Hattarleiknum í síðustu viku.“ „Mér finnst í raun stórskrítið að við höfum skorað 101 stig á þá því sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum og það verður örugglega langur video fundurinn í næstu viku þegar við förum yfir þennan leik.“ UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
„Fyrst þá er ég mjög ánægður með tvö stig og annan sigurinn í röð hérna án Dwayne Lautier og með virklega flottu framlagi frá strákunum sem að komu af bekknum. Við vorum að finna lausnir og sýna á löngum köflum virkilega mikil gæði á báðum endum vallarins. Það er það sem ég er ánægður með.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Ég viðurkenni líka að ég er alveg einstaklega pirraður yfir hvað við duttum á lágt plan hérna á kafla í seinni hálfleik. Heimskar ákvarðanir og við aftengjum okkur einhvernveginn. Það er eitthvað sem ég verð að vinna í.“ Njarðvíkingar voru eins og Rúnar Ingi kom inná án Dwayne Lautier-Ogunleye sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins. Einhverjir höfðu áhyggjur af sóknarleik liðsins í upphafi tímabils og þá sérstaklega ef það myndi vanta sterkan póst eins og Dwayne Lautier. „Þetta snýst mikið um það sem við erum að gera hérna inni og hvernig við finnum okkar styrkleika. Ég er að garga á suma að standa bara á ákveðnum stöðum og grípa og skjóta, gera einföldu hlutina á meðan aðrir eru mikið með boltann í höndunum. Menn hafa sín hlutverk og eru bara góðir í þeim.“ Njarðvík skoraði 101 stig gegn Val í sigrinum í kvöld og má segja að þetta hafi að einhverju leyti verið „statement sigur“. „Við töluðum um það að vinna Íslandsmeistara Vals hérna á heimavelli og ná að stjórna tempóinu í leiknum án Dwayne, það væri statement og myndi þroska okkur að þurfa stíga upp og díla við öðruvísi leikmenn en við vorum að gera og betra lið eða betri einstaklings gæði heldur en við gerðum í Hattarleiknum í síðustu viku.“ „Mér finnst í raun stórskrítið að við höfum skorað 101 stig á þá því sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum og það verður örugglega langur video fundurinn í næstu viku þegar við förum yfir þennan leik.“
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira