Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar 1. nóvember 2024 07:17 Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun