„Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar 1. nóvember 2024 08:16 Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun